föstudagur, 6. ágúst 2010

Hver er þessi einar?

Og hver er Hækjan...
já hækjan er örugglega ég og einar er vinstri fóturinn minn og ég og einar höfum verið að brasa ansi margt sl daga. Ég gengum um á einari (hoppa og haltra), ég elda á einari, ég fer í sturtu á einari... osfrv.

Forsagan er sú að ég ætlaði að dansa aaaðeins á Þjóðhátíð. Engin góð saga bak við það að "detta" í brekkunni eða hafa verið ofurölvi. Neibb, létt og kát á brá og missteig mig á flösku sem lá þar drukkin og tóm á dansgólfinu við stóra sviðið. Við það að misstíga mig fann ég skelfilegan smell og haltra út af dansgólfinu með herkjum og bít það í mig að ég VERÐI Að ná í kælingu og teygjusokk ASAP. Ég haltra því hálf kjökrandi upp í sjúkratjald þar sem ég bið um vistirnar og þar hittir Viðar mig svo. Ég bar mig mjög vel miðað við allan helvítis sársaukan og hoppa svo uppí Hvíta tjaldið hjá Gauja og Gústu og sé þá þessa FÍNU kúlu sem er strax tekin að myndast á utanverðum ökklanum. Eftir smá pælingar í Ottawa fannst mér vissara að taka nú röntgen og fer því upp á Slysó í eyjum í þeim erindagjörðum. Svo fer ég einfaldlega norður á Akureyri í smá dekur til þess að jafna mig í ökklanum og fæ ekkert út úr myndinni og segi því einfaldlega við fólk að það hefur greinilega verið ekkert að sjá í henni. Amk sást strax þarna um nóttina engin greinileg brot.
...
SVO fæ ég símtal frá Eyjum... ööö...eeee... það er líklegt að þú sért með syndesmosis rupturu og það greinist víkkað bil á milli fibulu og tibiu. andskotans djöfulsins djöfull!! Eyjamenn vilja senda mig í segulómun og fá álit bæklunarlækna með tilliti til aðgerðar og fleira vesens. (Aðgerð í þessu tilfelli hefði þýtt 2stk nagla boraða í gegnum leggjabeinin og gifst í allt of margar vikur með engu ástigi!).  Að auki var mér tilkynnt að ég hefði ekkert mátt stíga í fótinn og megi alls ekki gera það. (dem)

Ég var auðvitað á Akureyri og þeir höfðu engin úrræði fyrir mig þar vegna sumarleyfa svo ég fór bara suður og kíkti á Slysó hér í Rvk.
Eftir hálf taugatrekktan dag á Slysó, endurmat og pælingar var ég úrskurðuð með 3°tognun... sem er svona "næstum allt í sundur en sleppur þó" greining. Núna þarf ég bara að jafna mig, fara hægt af stað og ALLS ekki misstíga mig á næstunni. Liðurinn er laflaus og liðböndin aum ...og marið er tjah, ansi skrautlegt.

viljiði sjá ? :)

Um nóttina... smá búhú


Morguninn eftir... ógeðslega bólgin 



Kvöldið eftir:
afmyndaður og bólginn ökkli


Mánudagur... (dagur 3)

Þriðjudagur (dagur 4)




Fáránlega erfitt að mynda mar... En þetta er alveg frá tánum upp alla hægri hliðina, yfir hásinina og innaná hælinn. Allt það sem er ekki dökkfjólublátt er grænt eða ljósblátt. NÆS ! :) 
Þá finnst mér hann einar minn sætari og mun skemmtilegri þessa dagana. 

Frí í vinnunni í amk viku skv Skúla. Ég tek því fyrstu vaktina næstu mánudagsnótt og þar til er ég að passa mig. Já í alvöru. Ætlum samt að reyna að fara á ættarmót með hækjurnar í eftirdragi og í vinnustaðarútilegu hjá Viðari. Ég á eftir að njóta þess smá að sitja og ota hækjunum í hann þegar hann tjaldar! 

Annars er ekkert í fréttum þannig séð. Það eina rosalega sem hefur gerst fyrir utan þjóðhátíð, ökklavesen og tilhlökkun til að fara í vinnuna aftur er það að ég kom að konu sem hafði fallið afturfyrir sig á Akureyri í vikunni. Ég kom þarna að ásamt 2 öðrum sem voru þar fyrir og sáu þetta gerast og sá fljótt að eitthvað var ekki í lagi. Eftir fljótlega ABC skoðun var það ljóst að konan var með engu lífsmarki.  ÞÁ var nú gott að vera hjúkka, vera búin að sjá hjartastopp áður og kunna handbrögðin. . . Sjúkrabíllinn kom og 4 vaskir menn tóku við af mér og öðrum sem þarna voru. Héldu áfram endurlífgun, barkaþræddu, settu upp mergnál, stuðuðu 2-3x, komu henni í hnoðbrettið og svo hélt ég á brott. Veit satt að segja ekki söguna meir. 
Það er nú ekki langt síðan ég var að ræða það við Viðar hvenær það myndi gerast sem ég kæmi að einhverju slysi eða slíku þar sem ég yrði að vera hjúkrunarfræðingurinn á staðnum og nota þekkinguna. Það liðu örugglega ekki nema 2 dagar þarna á milli og þá var ég á hnjánum að hnoða. . . merkilegur heimur.




SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus10:18 e.h.

    tja ég vildi ekki setja kross við neitt af þessu.. þar sem mér fannst ekkert mmmmm við myndirnar af marinu... mér finnst þetta engann veginn sniðugt og í þriðja lagi ég ætla EKKI að prófa!!! (þar sem ég prófaði þetta ekki fyrir allt of löngu) en sem betur fer var þetta "BARA" 3° tognun.. en hún er líka djöfulli sár. Kalla þig góða að fara koma þér til vinnu. Ég var reyndar kasólétt með grindargliðnun svo ég þurfti lítið að drífa mig til vinnu ;)

    Marið minnir mig óþarflega mikið á mína löpp.. svo fer þetta að síga niður í tær og þær verða svona skemmtilega fjólubláar ;) og nei ég tók enga myndir þar sem ég var með körfubolta framan á mér og þú nefnir sjálf hvað það er erfitt að mynda mar hahah ;)

    vildi að ég væri hjá þér að hjúkra þér en vona að Viðar standi sig.
    knús dúllan mín.
    kv. Árún

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:02 e.h.

    besta er samt að þú ert skææælbrosandi á myndunum :)
    Ég er í fríi á man og þrið ef þú vilt skakkalappast saman
    kv
    miss preggy-Brynja

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig