laugardagur, 17. apríl 2004

ég veit. ég hef ekki skrifað í meira en viku....
mjög slæmt, mjög slæmt.
Það sem hefur á daga mína drifið er ansi margt.
Skrapp á Klaustur með Fúsa um daginn á fimmtudaginn held ég.... Fórum til Jóns Hilmars og þar var Gulli að gera hjólið sitt tilbúið fyrir smá rúnt. Auðvitað skildi hann okkur svo eftir og við löbbuðum í staðinn að Tröllshyl. Var voða voða voða gott veður. Eftir smá útsýnislöbbutúr þar skutluðum við Jóni Heim þar sem hann fór að gera við bíla (as usual).
Eftir algerlega gangslausan rúnt á Klaustri þar sem að það var alls ekkert að gera urðum við auðvitað að kíkja á ömmu og afa :) Eeeennn þar sem að amma var að baka og afi að bóna töffarabílinn ætluðum við bara að kíkja inn í Fjaðrárgljúfur á meðan bakstrinum lyki og afi kláraði að bóna hina hliðina á bílnum :) Hljómaði vel :) Amma hélt örugglega að við værum saman :) sem kannski er ekki svo furðulegt. hef nú örugglega aldrei kynnt þeim fyrir strák áður. ...
Já, allavegana.
Hún sagði að við yrðum nú að kíkja upp á Holtsheiði. eða held að það hafi átt að heita það. Og leiðbeiningarnar einfaldar. Alveg fært fyrir Trausta, keyra bara að Holti og rétt áður en komið væri að bænum átti að beygja til hægri. og þar væri hlið. átti að víst að vera eitthvað svaka útsýni.
Ég þóttist vita hvar þetta væri og brunaði að stað.
Rétt áður en við komum að Holti var afleggjari með hliði aðeins ofar. En kannski aaaaaðeins of torfært fyrir mig.
En... þetta hlaut nú auðvitað að vera fært.
EFtir nokkrar tilraunir og næstum hafa lent út í skurði skipaði ég Fúsa að fara út og ýta því að bíllinn stefndi beint ofan í ræsi. ÞEgar hann svo ýtti smá varð það ljóst að með því að hann hlypi með bílinn upp (ýtti semsagt á meðan ég keyrði) þá kæmist hann upp. Sko mig!!
EFtir smá stopp á grasbala skaust fúsi inn í bílinn og við héldum áfram. Þetta væri samt kannski aaaaðeins og erfiður vegur fyrir trausta minn. Svo blöstu við í "hliðinu" (sem voru bara staurar, og alls ekkert hlið! ) djúúúúp hjólför. AALLT of djúp fyrir Trausta. Jæja, redda málunum og keyra upp á miðjuna á veginum og upp á kanntinn. og setja annað hjólfarið undir miðjuna. En ævinýrin taka alltaf enda. nema mín!
Billinn náttla dreif eiginlega ekkert upp á kanntinn og pompaði niður. jámm.
og við sátum PIKK föst!
Þá var byrjað að ýta, lyfta, ýta og spóla.... og ýta og ýta meira. og hvað haldiði.
hann haggaðist ekkert!
:) úps
Stundum þakkar maður mömmu...
Var með skófluna góðu sem ég fékk í ammilisgjöf með bílnum :)
þá var byrjað að moka.
En.. ennþá pikk fastur! ´
Síðasti sénsinn var.... (svona áður en við hringdum á hjálp) var að tjakka bílinn upp.
Þá lyftist hann ofan af þessari andskotans stóru torfu. Þá datt fúsa svo það snjallræði í hug. þegar ég lá í grasinu emjandi af bakverkjum, að ýta honum . Mjén ég stoppaði hann. Enda var tjakkurinn ennþá undir. En svone on second thought. Þá var þeta alls ekkert svo vitlaust. Þegar tjakkurinn var dottinn var bíllinn orðinn það laus að við gátum ýtt honum restina :)
híhí.
Kíktum því bara smá í fjaðrárgljúfur til að skola skófluna og kæla okkur enda bæði sveitt eftir átökin. Reyndar kannski frekar Fúsi greyið. Trompet-æðin var meira að segja komin í ljós ;)
Jæja. svo til að gera langa sögu stutta fengum við veislu hjá ömmu og fórum í heimsókn til fullt af frænkum og frændum og skoðuðum ofsa sæt lömb. Fengum okkur svo voða góða pizzu á systrakaffi. og héldum þar á eftir heim til að setja saman möppuna sem við ætluðum að nota á kaffihúsinu á laugardeginum.
ÞAð tókst að lokum. seint og illa þó

Á föstudeginum var voða voða voða voða... lítið gert.
Um kvöldið man ég að ég endaði heima hjá Slavek (pólverji) með Fúsa og Helga greyinu sem við drógum með okkur út.
Áður en við fórum svo heim að sofa um nóttina vorum við búin að smakka helling af pólskum mat, og horfa á 5 manns vera eiginlega EKKERT fullir eftir FJÓRAR vodkaflöskur. Meira að segja harðsvíraður drykkjumaður, þekktur úr víkinni hélt ekki einu sinni í við þau.

Laugardagur: STRESS!!!!!!!!!!!!!!!!!! Um kvöldið átti ég að þenja upp raust mína fyrir kaffihúsið! Hef aldrei á ævinni verið jafn stressuð! og EKKERT gat fengið mig ofan af því.
En.... Kvöldið var geggjað. KAffihúsið fullt af fólki og allri skemmtu sér vel!!!!
Þvílíkt kvöld.

Sunnudagur: Páskar, fermingarveisla. þreyta, Þynnka? ( eftir 2 bjóra? á 7 tímum? ) og ekkert raddleysi.
mesta stressið var eiginlega hvort að röddin myndi endast. En mikið var ég orðin þreytt á að heyra í sjálfri mér þarna í hátalaranum við eyrað á mér um 3 leytið á kaffinu.

Kom í bæinn á þriðjudaginn. og Ingibjörg fékk að fljóta með.
Reynar vantaði einn... Tímon (Hamsturinn muniði...) Var ekki PLÁSS!! :) híhí

Árún kom svo til mín á miðvikudaginn ( Núna, þennan síðasta ) og ég fór með hana í smá ferðalag. Enda langt síðan við höfum gert eitthvað af okkur. Fórum út á Reykjanes og skoðuðum Reykjanesvita, landslagið þar er alveg geggjað!!!! og veðrið rosa gott.
Fórum svo í rall :) á reykjanesrallleiðinni :) hólar, hæðir, holur og beygjur. Allt á sama tíma
Nafnið Gunnuhver heillaðu okkur einnig. Hver er þessi Gunna samt? Voða voða voða flott þar. Gufa undan hverjum Oddsteini.
Enduðum á að steikja okkur í Bláa lóninu og fengum kísilbað frá alveg bráðskemmtilegum starfsmanni þarna sem tók fötu með kísil í og hellti yfir bökin á okkur. Verst var kannski að við vorum með kísilhnullunga alls staða. Innan á sundbolnum sem utan og fór svoldill tími í að tæma út úr þeim (sundbolunum) draslinu. Oft er hentugt að það sé ekki hægt að sjá ofan í Bláa lóninu.

Helgin sem nú er að líða er róleg. Tók það að mér að vinna á sýningunni Vorboðinn 2004 fyrir Döggu frænku að kynna garðleikföng (Risa twister og tafl ásamt fleiru)
Verð samt örugglega orðin geðveik (geðveikARI) á sunnudaginn. Því að sýningarsvæðið þar sem ég stend með bæklinga, að drepast í löppunum með frosið bros breytist á skammri stundu í leikskóla! Mjén! brjálaðir krakkar sem foreldrarnir eru búnir að losa sig við í mínar hendur hlaupa í hringi, detta á andlitið í pokahlaupi og elta hvort annað með taflmann eða oddhvassa pílu á lofti. MARTRÖÐ!!
Nei nei, kannski ekkert svo slæmt :) Bara gaman af þessu.

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig