þriðjudagur, 30. ágúst 2011

Bláber bláber bláber

Núna er berjatínslutíminn kominn og mér finnst að flestir sem halda heimili eigi að skutla sér út fyrir húsið sitt, finna berjalyng og tína nokkur ber.

Ég er sjálf ekkert hrifin af krækiberjum nema þá í saftir og hlaup þar sem ég þoli ekki að bryðja fræin í þeim, en ég elska bláber ! 



Ef þið komist í gott bláberjaland þá þurfiði ekki nema um klst (miðað við einn) til að týna nóg til þess að sulta smá og frysta svo restina. Ég er svo svakalega óþolinmóð að ég nota berjatínur til þess að tína bláber.
Ekki taka stór andköf yfir þessari aðferð, en ég hef komist að því að með þessum nýju tínum (rauðu boxunum með svörtu járngöddunum) tekst manni að týna bláberin mjög auðveldlega án þess að kremja þau mikið. Jú þau kremjast einhver en það skiptir ekki máli. Þú setur bara þau ber í pott til að sulta úr og þá er óþarfi að tuða yfir krömdum berjum og berjatínu-bláberja-aðferðinni minni :) 
Jú... einn galli.. það kemur að sjálfsögðu meira af laufum og drasli með berjunum heldur en þegar þú handtínir berin.. en hvað ? þú þarft hvort sem er að hreinsa þau right? Þú sparar þér ekki það skref með að handtína berin.

Berin sem ég sulta ekki úr set ég í zip lock poka og frysti. Nota svo berin allt árið um kring til þess að baka úr, gera sósur eða uppáhaldið, setja í boozt ! 
Hugsið ykkur peningasparnaðinn við að eiga ykkar eigin bláber inní frysti í stað þess að kaupa overprized frosin bláber útí búð, eða þaðan af verra, fersk bláber í bakka (ekki að þau séu vond, þau eru bara alveg gríðarlega, rosalega, svakalega dýr! )

Ef þið farið ein í bláber þá eru nokkur trikk til að gera bláberjatínslu skemmtilega 

-Farið með ipod og stillið tónlistina hátt... nýtið svo tækifærið og einsemdina í náttúrunni til að syngja eins og asnar..... (ef þið sjáið fólk, ekki skammast ykkar, þykist ekki sjá það og haldið áfram að syngja!)
-farið í feluleik við fötuna ykkar... setjið hana á góðan stað, labbið svo af stað og reynið svo að finna hana aftur... (mjög spennandi leikur en getur orðið ansi frústrerandi þegar fatan finnst seint !)
-farið á stað sem þið þekkið ekki vel, spurjið vini og fólk í kringum ykkur hvar gott er að tína ber.
-komið svo heim og látið þann sem EKKI tíndi  berin hreinsa þau :) (s.s. maka eða sambýling) 


Nokkrar uppskriftir með bláberjum á Ragna.is:












SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus5:00 e.h.

    búhúúú mig langar í berjamóóó!!!

    - Árún

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig