laugardagur, 28. mars 2020

Skúffukaka - mjúk skúffukaka

Alveg dásamlega dökk, alltaf mjúk, hverfur á methraða :) 

Þessa köku þarft lágmarks búnað til að útbúa, bara skál, sleif og skúffukökuform, tilbúin í ofninn á 10 mínútum og komin út úr ofninum eftir 25 mínútur. Snöggbökuð þegar gesti ber að garði eða þegar strax-veikin nær yfirhöndinni (#langaríkökustrax-veikin).

Ath, ég hef notað jarðaberjajógúrt og karamellusúrmjólk án teljandi vandræða þegar ég hef ekki átt til súrmjólk ;)
Öll þurrefnin í skál

Öllum blautefnum bætt við 

Smyrja mót, 

Formið sem ég nota er úr IKEA 


Uppskrift:

250 gr hveiti
75 gr kakó
2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
300 gr púðursykur
2 egg
100 ml matarolía
250 ml súrmjólk
200 ml uppáhelt kaffi (látið kólna smá)
1 tsk vanilluextract/vanilludropar

Aðferð: 

-Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt sigtað saman í skál
-Hrærið púðursykur samanvið
-Bætið við eggjum, matarolíu, súrmjólk, kaffi og vanilludropum með sleif
-Setjið í smurt skúffukökuform (ef þið ætlið að nota ofnskúffu gerið þá eina og hálfa uppskrift).
-Bakið við 180°C í 25 mínútur á blæstri.


Krem:

Annað hvort gerið þið glassúr úr vatni, flórsykri, vanilluextraxt og kakó eða kremið sem ég geri vanalega sem er:

350 gr flórsykur
30-45 gr kakó
70 gr brætt smjör
1 tsk vanulluextract/dropar
1 egg
1-2 msk heit vatn ef þið þurfið að þynna kremið

Hrærið saman með písk





Enjoy


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig