miðvikudagur, 25. mars 2020

Heit súkkulaðisósa


Þessi sósa er frábær, hún er eiginlega næstum því súkkulaði-karamellusósa og er best ofan á nýbakaðar vöfflur, amerískar pönnukökur, ofan á ís og það er einnig mjög gott að dýfa ferskum ávöxtum ofan í sósuna.


Þessa sósu þarf ekkert að gera hálfa uppskrift af, hún geymist í margar vikur inní ískáp og svo mun hún líka hvort sem er klárast í fyrstu hendingu :)



Uppskrift:
30 gr smjör
150 ml rjómi
180 gr sýróp
50 gr púðursykur
20 gr kakó
1/2 - 1 tsk saltflögur
1/2 tsk vanilluextract (frekar en vanilludropar)
180 gr suðusúkkulaði

Aðferð: 
Setjið öll innihaldsefnin saman í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið við mjög vægan hita í 5 mínútur og brjótið þá suðusúkkulaðibita útí og látið bráðna. Takið af hitanum á meðan þið gerið það.

Já, þetta er nú ekki flóknara en lengra ferli en þetta :)

það er semsagt um að gera að prófa sem fyrst

Ath. Sósan þykknar þegar hún kólnar en það er þá hægt að hita hana snöggt í örbylgju ef það er.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig