þriðjudagur, 12. júlí 2011

Marmarakaka

Góð og alveg rosalega mjúk marmarakaka... My style ! :)



Sama gamla sagan... Þeytið smjör og sykur saman, bætið eggjjum einu og einu við

Setjið öll þurrefnin + vanilludropa + mjólk útí og blandið saman 

Hér eru 2 aðferðir í boði.

setjið 1/3 af deginu í smurt form, takið 1/3 frá og geymið 1/3 í skálinni.
Mín aðferð er
Setjið 2/3 af deginu í form ! :) 


Við þann 1/3 sem efitir er í skálinni bætiði við 1 1/2 msk kakó, 2 msk sykur og 2 msk mjólk og blandið saman.
Hellið síðan brúna deginu yfir hvíta degið  




stingið hníf í kökuna og rennið honum í gegn til að blanda brúna deginu aðeins við það ljósa.  




Uppskrift: 

150 g smjör/smjörlíki
1/ 1/2 dl sykur
2 egg
3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð er eins og skýrt er frá við myndirnar.
Bakað í 30-40 mín í 180°C í miðjum ofni eða þar til pinni sem stunginn er í miðja kökuna kemur hreinn út og ekki með óbökuðu deigi á.




Á Höfðabrekku gerði ég vanalega um 30 marmarakökur í einu. Þá hætti ég að nenna þessu ljóst-brúnt-ljóst deig þegar maður setur deigið í formin... Það var OF mikið vesen.  Ég fór þá að setja ljóst deg 2/3 hlutar og 1/3 hlutann brúnan ofan á það ljósa. Þetta blandast ágætlega saman og kemur vel út.
Prufið hvorugtveggja og sjáið hvað þið viljið gera

Endilega takið kökuna svo með ykkur í útilegur í sumar :)

SHARE:

9 ummæli

  1. Elska þessa síðu! Haha, ég er endalaust að skoða uppskriftir hér og hef prufað þær nokkrar;) Haltu áfram frábæru bloggi..!

    SvaraEyða
  2. Elska þetta blogg*

    SvaraEyða
  3. við mamma gerðum alltaf brúnt -ljóst - brúnt þegar ég var lítil, því okkur finnst brúna betra ;)

    SvaraEyða
  4. Hvað koma margar út úr 1 uppskrift?

    SvaraEyða
    Svör
    1. ein kaka kemur úr einni uppskrift.

      Eyða
  5. Nafnlaus4:34 e.h.

    Ég er alltaf að baka þessa

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus10:06 f.h.

    Ég elska þessa marmaraköku

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus11:07 f.h.

    Þú ert ekki næs-Aron can😘🥵

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus3:50 e.h.

    Góð þessi

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig