fimmtudagur, 14. júlí 2011

Bob's Red Mill heimagert brauð

Ég kíkti í Kost um daginn og fékk með mér heim ýmsar nýjar vörur frá þeim sem ég var ekki lítið spennt fyrir að prufa.
Ég hafði skoðað heimasíðuna hjá Bob's Red Mill og lesið mér til um þessar vörur og fannst allt í kringum þær mjög sniðugt.
Í Bandaríkjunum er þetta vörumerki þekkt fyrir gríðarlega stórt úrval af lífrænum vörum, glúteinfríum vörum og aðallega eru þetta vörur með hinum ýmsum kornum, hveitum og ég veit eiginlega ekki hvar ég á að enda lýsinguna! :) Amk er þetta snilldar viðbót við það sem er til hér nú þegar á íslandi til þess að elda og baka úr og svo ótrúlega þörf viðbót!


Ég ætla að byrja á að blogga um 10 Grain Bread mix sem er snilldar hugmynd að því leiti að maður kaupir poka með hveitiblöndunni sem er stúfull af ýmsum kornum og hveiti, hellir því í skál, bætir við vatni og olíu og það meira að segja fylgir með lítill poki ofan í hveitinu með geri til þess að nota. Svo er bara að hnoða og bíða.

Hér sjáið þið hvernig tilraunin fór hjá mér :)

áður en hafist er handa lítur þetta allt svona út... Þarft einn poka af 10 Grain Bread mix og skál. Simple ?

surprise pakki af geri ofan í pokanum. Snilld ! :)

7 Grömm af geri, akkúrat það sem maður þarf 

1 og 1/4 bolli vatn. Athugið að þar sem þetta eru bandarískarvörur þá er einn bolli hjá þeim 238 ml en ekki 250 eins og evrópskt bollamál (ég hef séð bandarískt bollamál í Pipar og salt) Hafið bara aðeins minna vatn í bollamálinu eldur en vanalega. Þið sjáið að þau eru ekki barmafull hjá mér. Svo eru settar 3 msk af olíu

Blandað saman gróflega með skeið eða sleif 

Sett á borð og hnoðað þegar deigið byrjar að loða saman

Hnoðað í 8-10 mínútur í höndum eða í hrærivél eða þar til deigið verður orðið súper slétt ilmar gríðarlega vel. 

Sett í skál og látið lyfta sér í 1-1.5 klst

Ég set alltaf skálina fyrir ofan heitt vatn til þess að flýta aðeins fyrir hefuninni

Sko hvað deigið er girnilegt þegar það er búið að lyfta sér 2x

tekið úr skálinni, lofti bankað úr og svo sett í form og látið lyfta sér aftur


eftir að braðið hefur bakast.. naaamm!!

perfect... ! 

Ekki setja brauðið í poka, vefjið því inn í viskustykki og látið það kólna aðeins 

í guðanna bænum fáið þið ykkur svo sneið á meðan  brauðið er enn volgt

Með smjöri ? 

með bláberjasultu ?




Mjög bragðgott brauð og sannarlega eitthvað sem maður getur varla bakað heima án þess að fá það tilbúið í poka enda væri gríðarlega mikill kostnaður að kaupa öll innihaldsefnin í stökum pokum og standa svo í því veseni að blanda allt saman sjálfur. 
Þetta er súper einfalt eins og þið sjáið og næturvaktin á Slysó hrósaði brauðinu mjög. Allir voru vel nærðir þá nótt :)


Kíkið inná Facebook síðuna hjá Kosti til að sjá úrvalið sem þau hafa og addið þeim sem vin til að sjá tilboð sem þau setja inn reglulega. :)




SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus10:38 e.h.

    Sæl. Skemmtileg síðan þín :) En með gerið.. hvenær settirðu það útí? og þurfti vatnið þá ekki að vera volgt eða hvernig er það?... Kv. Helena

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig