þriðjudagur, 7. desember 2010

Saltfiskur undir spænskum áhrifum





Ég elska saltfisk... Ég fæ mér frekar saltfisk á veitingastöðum frekar en nautasteik og ég er ekkert að skrökva.
Á veitingastöðum er saltfiskur oftast borinn fram með tómatasósu og ég hef prufað nokkrum sinnum að gera eitthvað hérna heima sem hefur tekist ansi vel til.
Núna ákvað ég að vigta allt og mæla og til að deila með ykkur og eins og þið kannski takið eftir ef þið hafið skoðað uppskriftirnar mínar þá er uppskriftin keimlík uppskriftinni minni af ofnbakaða fiskréttinum en er kannski aðeins flóknari en hún þó svo að sumir grunnþættir séu eins

byrja á að undirbúa allt fyrir fiskinn, setja bygg í eldfast mót. hveiti í e-ð ílát og hér er ég að vigta fiskinn fyrir ykkur

Fiskurinn þakinn í hveiti og smá svartur pipar mulinn yfir, hér þarf að sjálfsögðu ekki að salta :)
fiskurinn er svo steiktur í olíu þar til rétt gullinn og lagður ofaná bygggrjónin

Laukur, hvítlaukur, beikon og ólífur steikt saman a pönnu í 2 mín ca, ekki á hæsta hita

tómatsósum bætt útí

soðið í 10 mínútur þar til að það þykkist aðeins, saltað með herbamare salti og piprað að vild + púðursykur (tekur aðeins tóninn niður í tómatbragðinu). Hér er chilli piparinn settur ef þið leggið í hann (verður svoldið sterkt)

rétt áður en þið hellið tómatasósunni yfir fiskinn, bætið steinselju við 


Fisknum raðað í mót og sósunni hellt yfir

Það þarf í sjálfu sér ekkert ost.. þetta er gott og girnilegt eins og þetta er svona ! 

En hver vill ekki smá ost?
Bakað í ofni þar til osturinn verður aðeins gullinn

Uppskrift:

600-700 gr beinhreinsaður saltfiskur skorinn í stykki
0.3 dl matarolía
3 dl hveiti
Pipar

5 dl soðið bygg, perlubygg eða hrísgrjón

Sósa:
1/2 laukur saxaður
2 hvítlauksrif
2 beikonsneiðar, skornar í strimla
1 dl ólífur,  sneiðar, heilar, svartar eða grænar
1/2 tsk chilipiparfræ (má sleppa)
1 dós hakkaðir/saxaðir tómatar
2 dl tómat passata
3 msk fersk steinselja eða basilíka
Herbamare salt
pipar
1 tsk púðursykur





nú er um að gera að prufa að gera saltfiskrétt í stað soðins saltfisks :) 


SHARE:

5 ummæli

  1. Nafnlaus10:18 e.h.

    Mmmmm lítur vel út. Er OK að hafa svartar olífur í staðinn?
    Kv. Solveig

    SvaraEyða
  2. já að sjálfsögðu. Ef þér þykja svartar ólífur betri then go ahead :)

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus4:01 e.h.

    mmm, mjöööög girnilegt! :o)

    Kv. Margrét Lilja

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus2:08 e.h.

    Soðið bygg?????

    SvaraEyða
  5. já... soðið bygg er soðið bankabygg.. Fæst í öllum búðum orðið (oft í heilsu eða lífrænu deildinni). Það er reyndar ósoðið í pökkunum en þú bara sýður það þá fyrst :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig