þriðjudagur, 21. ágúst 2007

jamm og jæja

komin til Danmerkur og meira að segja komin til Århus ! :)

lenti um 2 í gær og hringdi þá í Ninnu ( Nínu ) sem gaf mér leiðbeiningar um hvernig ég ætti að hitta hana og svo kom hún á lestarstöðina til mín þar sem ég endaði. Hún býr á vist (kollegi) rétt hjá Islandsbrygge. Þetta kollegi er ansi flott ! enda nýbyggt reyndar. Sameiginleg eldunaraðstaða + það er eldunaraðstaða inn á stúdíóíbúðunum eins og allir búa í. Flest allir elda þó frammi og borða stundum saman. 2 Salir eru í húsinu sem eru ÆTLAÐIR fyrir krakkana til að halda partý! og þeir eru mjöög flottir, annar t.d. efst í húsinu með aðgang út á þak þaðan sem sést yfir stóran hluta köben. Svo er nú líka líkamsrækt þarna. en já. Við röltum inn í miðbæ Köben og keyptum okkur alvöru mjólkurhristing og skoðuðum aðeins strikið. (NB að ragna keypti sér EKKERT ! ) haha

Fórum svo aftur heim til Ninnu þar sem hún hitaði upp Grænmetisböku sem hún hafði bakað um morguninn, drukkum íslenskan Tópas og skoðuðum gamlar myndir frá því að hún var á Íslandi. = mjööög gaman

ég gisti svo uppí hjá henni, sem bókstaflega var "uppí"!
hún keypti sér svona Ikea rúm á háum fótum og undir því getur hún verið með skrifborðið sitt. Mjög sniðugt fyrir svona litla stúdíóíbúð/herbergi og það er alveg 1.50 á breidd... en dem hvað það var hátt uppi eitthvað ! ég hreyfði mig því bara ofurvarlega ;) ekkert skondr og læti eins og oftast er á mér þegar ég er sofandi ... eða ég vona ekki ! :/


Í morgun vaknaði ég svo hress og kát, tók lestina til Århus og hitti beint á Árúnu á lestarpallinum... vveeeeeei ;) Er núna komin heim til þeirra skötuhjúanna og þar verð ég fram á næsta mánudag. ! ;) fyrsti dagurinn í verslunarleiðangri er á morgun.. ;)
Þau fóru að sækja Theu Mist á leikskólann ásamt því að fara á einhvern fund og þess vegna er ég hér... að blogga.

Veðrið er ekkert spes eins og er, en það er þó allavegana hlýtt (puma táslusandalar alveg nóg) en smá rok og engin sól. Ekki það að veðrið skipti einhverju máli, ég hef alveg verið að versla og vera mikið í London í sól og OJ, það er eitthvað sem maður vill sleppa þegar maður er að vesenast og máta föt og labba allan daginn.

læt örugglega heyra eitthvað meira í mér meðan ég verð hér.

c ya ! ;)
SHARE:

4 ummæli

  1. Nafnlaus3:48 e.h.

    hey frænka....
    Skilaðu kveðju til Kóngsins köben og du skal har en fedöl.
    Hvernig er það annars, tókstu ekki örugglega gúmmítútturnar góðu með þér yfir hafið :-)
    Góða skemmtun

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus4:55 e.h.

    Ohh hvað ég öfunda þig á að vera í verslunarferð! :(
    Kveðja úr hellidembunni í Kópavogi

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:26 e.h.

    Ef þú rekst á ungan herramanna þarna í Árhus, sem heitir Theodór þá skilarður kveðju frá frænku... :) Góða skemmtun í Baunalandinu og takk fyrir samstarfið í sumar.
    Kveðja Petra

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:26 e.h.

    Ef þú rekst á ungan herramanna þarna í Árhus, sem heitir Theodór þá skilarður kveðju frá frænku... :) Góða skemmtun í Baunalandinu og takk fyrir samstarfið í sumar.
    Kveðja Petra

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig