Jæja...
Það rigndi nú svoldið í morgun, sem pirraði nú íslendinginn mig nú ekkert mikið, fyrir utan þá staðreynd að ég var svo harðákveðin að kaupa mér nýja Puma skó hérna ða ég tók bara með mér puma-tásandala... (með bandi á milli tánna) sem eru ekki hentugir fyrir rigningar, vilji maður haldast tiltölulega þurr til fótanna. En... Ragna fann sér þó loksins Pumaskó í dag (þegar það var komin sól seinni partinn ! )
Seinniparturinn í gær varð smá skemmtilegur fyrir það leiti að ég og Árún skondruðumst út í búð og fengu 2 ferðafélagar að fara með, 2 HJÓL! já Árúnu og Palla fannst auðvitað tilvalið að láta Íslendinginn mig hjóla út í búð og kynnast því hvernig þeirra líf er... Ekki var Ragna að fara einhvera venjulega leið við það heldur flaug á höfuðið (áður en hún komst út á götu) og er núna með hetjusár og mar á öðru hnénu (áts) og stóran, auman marblett á bakinu (hvernig hann komst þangað veit ég ekki alveg) Ég hló nú líka bara eins og asni með stoltið sárara en hnéð og lá þarna kolföst undir hjólinu, upp við húsvegg þangað til að Árún kom með skelfingarsvip og spurja hvort að ég væri ó-stórslösuð og stakk jafnframt upp á því að við myndum nú kannski bara labba ! (þar sem að ég var GREINILEGA svona ófær um að hjóla) ég hélt nú auðvitað að ég kynni að hjóla þó svo að ég hefði ekki verið búin að sanna það og við enduðum heilu og höldnu í Kvickly.
Ragna óð um allt í leið að bjór og stóð síðan fyrir framan heila hilluröð af bjór, í öllum stærðum og gerðum ! NAMM! Ragna var komin til himnaríkis. Eitthvða ætlaði Ragna ða vera hógvær og leitaði lengi að litlum Tuborg í dós, kippti svo með sér eina Kippu og þrammaði að kassanum til að borga.
Seinna um kvöldið eftir frábæra svínasteik og mjög góðan eftirmat tók Ragna svo fram stoltið sitt (bjórinn) og bauð Árúnu upp á einn kaldann. Eftir nokkur spil fór Ragna svo að skoða dósina betur ... SUPER LIGHT ? Keypti ég einhvern "diet" bjór ?! andskotans... Svo fór að renna á Rögnu 2 grímur... "ó nei... getur það verið.." hugsaði ´hun þegar hún las líka ! "ALCOHOL FREE" KRÆÆÆÆÆST ! Árún fór svo að skoða dósina enn betur og fann út að þetta var ekki venjulegur pilsner með 2.25% áfengi, heldur "SUPER LIGHT, ALCOHOL FREE, TUBORG" með 0.09% áfengismagni !
Það má vægast sagt segja að ég hafi grátið mig í svefn í nótt!!!!
Tilraun nr 2 í hinu langþráðu Tuborgkaupum verður vonandi sem fyrst og ætla ég að LESA VEL OG VANLEGA á dósina.
Frábært veður núna og ég er sátt með daginn... ;) Nokkrir pokar úr H&M fengu nefnilega ða koma með mér heim í strætónum ;););););)
Takk fyrir kveðjurnar sskurnar
Íris Mjöll.. nei, eins og þú sérð samt hérna fremst í færlsunni þá hefði EKKI verið slæmt að vera svo hyggin að koma með tútturnar með, og Petra (velkomin í kommenthópinn) ég skal sko aldeilis skila honum kveðju mína ef ég rekst á hann Theodór :)
vi ses
helduru að þetta eldist ekki af þér að vera alltaf að slasa þig:)við vonum það allavega, þú ert svo ung ennþá:)
SvaraEyðahehehe, þú ert snillingur
SvaraEyða