ÉG á eftir að segja frá óvissuferðinni....
Fórum semsagt um 1 leitið út að Dyrhólaey og skruppum í smá siglingu þar í kring á hjólabát. Geðveikt flott. Vonaði reyndar eftir vondu í sjóinn því að stilla er ekkert skemmtileg! en mé varð ekki að ósk minni með það. gerði þar í stað heiðarlega tilraun til að rugga bátnum ærlega en það endaði bara með svima eftir að hafa sveiflað mér fram og aftur í nokkurn tíma :))
Jæja. Þegar búið var að mynda flest alla fugla staðarins var troðið sér aftur í Econoline-inn og haldið aftur heim að höfðabrekku þar sem við fengum kökukaffi... eftir japl um uml á flestum norrænum tungumálum sem fyrirfinnast var aftur skriðið inn í bílana og brunað á leið, þá í norður átt. Eftir smá akstur var stoppað og skoðaður merkilegur hellir, svokallaður Stórhellir, já ogeins og nafnið gefur til kynna þá er hann nokkuð stór. Þvílíkt hugmyndaflug hjá höfundinum samt. Þar voru fyrstu bjórarnir opnaðir en liðið var styrkt af vinnunni um Pilsner... Voða voða voða voða furðulegt að drekka PILSNER, sem er 4,5 prósent OG geta skrúfað tappann á... Margt meikar meiri sens en það. Svo var komið á áfangastað, eða upp í Þakgil sem er einhver fallegasti staður hér á svæðinu!! Kynnt var í hellinum og Topi ofur-ofvirki Finninn fór að saga og saga og saga og höggva og höggva í eldinn. Við hefðum getað haldið góða áramótabrennu með því sem hann afrekaði án þess að skammast okkar vitundar ögn. Auðvitað skal taka fram að bjórnum var hent í lækinn og sett sú regla að bannað væri að pissa fyrir ofan bjór, þeir sem nenntu ekki á klóið þurftu semsagt að labba fyrir neðan bjórinn og pissa þar.
Ég reyndi svo að steindrepa Willi, Markus, Kötu og Orra með því að fara með þau í einhvern hellaskoðunarleiðangur uppi í fjalli hinummegin. Þegar klukkan fór svo að dragast i 7 var eitthvað farið að tala um að grilla, enda 2 fjöll af grillkjöti með sem ég og Willi vorum búin að matbúa ansi vel. Verst var að kokkurinn neitaði að grilla þar sem að hann var í FRÍi og á fylleríi og hinir karlarnir í hópnum í hróksamræðum um prumpuatvik byrjaði ég bara að grilla. Fyrstu 10 mínúturnar fóru reyndar í slökkvistörf því að grillið var svo heitt að allt stóð í ljósum logum á grillinu eftir 2 sekúndur, eftir það fór þetta að ganga svona sæmilega. Markús tók svo við af mér svo að ég gæti etið :)
Þegar allir voru að lognast út af af ofáti rauk Halla upp og kallaði "Well, now we shall play some games!!" Allir stundu auðvitað og spurðu hvort að þetta væri ekki bara einhver rólegur leikur, þar sem maður þyrfti EKKI að hlaupa!! Það hélt hún nú ekki, maður yrði að hlaupa af sér þennan mat.
Setti hún því næst einhvern spilaleik á planinu með rauðvínsflösku í miðjunni sem vinning. ferhyrningur var búinn til með einum "captain" í hverju horni og ég var Spaði og átti að kjósa í lið. ég valdi Ingvar, Topi og Björgvin. Svo fór það vorum við sem náðum fyrst að safna 16 spilum með spöðum og unnum semsagt. Mikið hafði ég verið sniðug samt ða velja báða bílstjórana með mér í lið svo að ég og Topi sátum uppi með HEILA rauðvínsflösku sem við áttum, en drukkum samt hvorugt rauðvín. En maður lætur sig nú hafa margt og var þetta ekkert svo slæmt, neyðin kennir naktri konu að spinna... :) hehe
í menningarrauðvínsþambinu okkar Topi var farið í drykkjuleik, eða "7" skemmtum við okkur ansi vel og Björgvin stóð tilbúinn með eitthvað ógeðslegt sem heita átti vodki og var frá Þýskalandi ef einhver klikkaði, jakk ekkert smá vont!!!!
Þegar ógeðið var búið var því næst farið í leikinn "að blása spilunum af stútnum" það gekk bara vel nema grey Carinu, hún átti alltaf í mestu vandræðum með ða blása Einu spili af, það fór bara aldrei neitt....
rétt yfir 10 var svo lagt af stað heim, mestur bjórinn búinn og restin tekin í nesti því að stefnan var tekin niðrá bar. Þar var síðustu mínútum dagsins eytt og haldið svo heim á leið. að sofa, full, í miðri viku.
ojojoj
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)