Eftir vinnu á Lau var brunað af stað austur með tjald, hlý föt, sumarföt, hljómsveitarmöppu, svefnpoka, dýnu, einnota grill, mat og vín með það í huga að fara á hestamannaball og enda svo í útilegu... Fengum til afnota tún hjá Fanneyju frænku þar sem við erum ekkert vel liðin á tjalstæðinu á klaustri :) eftir Sándtékk var snúið aftur að tjöldunum og fyrstu bjórarnir opnaðir, allavegana hjá mér og Hauki, Haffi hafði líka tekist ða afreka það að koma tjaldinu sínu upp sem hafði tekið hann um klukkutíma!! að sjá hann og Rút vera að rífast um hvernig það ætti að fara upp var alveg óborganleg upprifjun á 8.-10. bekk!! :)))
Ballið byrjaði frekar hægt og drap söngvarinn á mér hægra eyrað með því að troða einhverju eyrnadóti til að maður gæti heyrt í sjálfum sér syngja. úff. mega karlmenn bara troða svona dóti í kvenmenn. ég æjaði og óaði og hann sagði alltaf bara þú verður bara að TROOOÐA þessu inn. Það er aldrei rétta aðferðin ;)tók ég svo með þeim lögin "vert'ekk'að plata mig" og Proud Mary. ég hélt að ég kæmist nú aldrei nema hálfa leið upp á tónana hennar Siggu Beinteins en það hafðist, ég veit ekki hvernig samt!! Svo byrjuðu strákarnir að spila og ég skellti mér niðrá gólf í fjörið. Hef komist að því eftir að hafa verið að syngja aðeins á svona böllum að þó að það virðist ekki vera nein stemming yfir liðinu svona á að líta þá er allaf alveg þvílíkt stuð þegar maður svo mætir sjálfur, það ber bara ekkert svo mikið á því.
Fjalar tók með okkur Gay bar í hléinu þegar við spiluðum. Leið hléið eitthvað óvenjulega hratt og eiginlega áður en við tókum 3 bestu lögin var það búið og Von peyjarnir mættir tilbúinir í slaginn. Þeir héldu mér samt eftir þar sem ég átti að endurtaka leikinn með lögunum tveimur. Tókst ágætlega bara þó ða hæsti siggu beinteins tónninn mætti bara hálfur á svæðið eftir allan þennan atgang og misþyrmingu á röddinni eftir að hafa sungið með strákunum mínum og tekið undir með Vonar peyjunum niðrá dansgólfinu.
En alltaf enda þessi böll og húkkaði ég mér far á tjaldstæðið. Þar var eitthvað lítið fjör og labbaði hópurinn upp að sláturhúslofti þar sem fólk var og svo flaug tíminn og eftir gítarspil, meiri söng, valhopp, guns & roses, pex, rex, hlátur (og grátur í einhverjumtilfellum) var farið að sofa og var klukkan eitthvað á 7. tímanum.. held ég... uhumm
Planið hjá mér var samt að sofa úti í sólbaði . en sólin á klaustri lét ekki sjá sig þennan morgun frekar en aðra daga. Þess í stað steikti hún okkur meðan við sváfum og vöknuðu allir gufusoðnir í fjallasvefnpokunum :)
Hjónaskilnaður varð um nóttina því að Krulli svaf í bílnum meðan frúin kúrði einn og sæll í tjaldinu. Ekki hefur enn komið í ljós hvað kom upp á teninginn :)
anyway.
vinna á morgun og Willi í fríi.
verð að galdra fram eitthvert hlaðborð þar sem kokkurinn (willi )er í fríi og hinn kokkurinn HORFINN eins og áður sagði hér á blogginu.
Við Carina hristum þetta nú fram úr erminni !
Stefni á ferð til Sódómu í vikunni. á miðvikudaginn væntanlega
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)