fimmtudagur, 27. febrúar 2020

Gráðaostasósa / ídýfa

Hentar einstaklega vel með hamborgurum og kjúklingavængjum, til dæmis þessum hérna :)


Uppskrift 
1/2 dós 36% sýrður rjómi
1 dl majónes
1 msk ferskur sítrónusafi
3 msk mjólk
smá salt, smá pipar
1 askja gráðaostur


Aðferð 
-Setjið allt í skál nema ekki setja allan gráðaostinn. Setjið aðeins um 1/3 af honum útí.
-Mixið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
-Brjótið í sundur restina af gráðaostinum með fingrum þannig að hann er í litlum molum og hrærið saman við blönduna (má setja minna af gráðaostinum ef þið viljið minna)
-Saltið og piprið eftir því sem ykkur finnst best.
-Ath að þessi blanda verður betri eftir 1-2 klst í kæli.




SHARE:

2 ummæli

  1. Ég er alltaf þakklát fyrir uppskriftirnar þínar og pinna þær allar í uppskriftasafnið á pinterest. Það er einhverra hluta vegna ekki hægt að pinna þessa þar... sem er synd.

    SvaraEyða
  2. Þetta var bara bilun á pinterestinu mínu og er komið í lag.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig