miðvikudagur, 4. desember 2019

Piparkökur



Síðastliðin 8 eða 9 ár hef ég verið að leita að hinni fullkomnu piparkökuuppskrift og þar að leiðandi prufað nýja uppskrift á hverju ári og aldrei verið fullkomnlega ánægð með útkomuna.

Ég vil stökkar, bragðmiklar piparkökur með smá sýrópskeim, svona svoldið eins og sænsku piparkökurnar í rauðu boxunum.

Eftir mikla leit einn morguninn fann ég uppskrift sem var öðruvísi en allar þær sem ég hef áður gert og ákvað því að gera hana í dag með fjölskyldunni.







Uppskrift 
gerir um 35-50 kökur 

150 gr smjör
3/4 dl sýróp
2 dl sykur
1 tsk kanill
1 tsk engiferduft
1 tsk negull
2 egg
1 tsk matarsódi
8-9 dl hveiti

Aðferð 
- Smjör, sýróp, sykur, kanill, engifer og negull sett saman í pott, suðan látin koma upp og látið malla við lágan hita í 3 mínútur.
-Látið blönduna kólna niður í herbergishita
-Hrærið eggjum saman við útí pottinn
-Hrærið 5 dl af hveiti og matarsóda samanvið útí pottinn og hrærið með sleif
-Bætið við restinni af hveitinu útí, hvolfið úr pottinum á borð og hnoðið saman þar til  deigið er orðið samfellt og loðir  vel saman án þess að klístrast við hendur. Ath að það er tiltölulega lint.
-Setjið inní kæli í amk 2 klst, helst yfir nótt og það geymist í nokkra daga í kæli
-Takið kalt útúr kæli og fletjið út á hveitistráðu borði. Reynið að fletja það þunnt út
-Skerið kökurnar út, færið á smjörpappírsklædda plötu og bakið við 180°C blæstri þar til þær eru farnar að taka aðeins lit.
-Látið kólna

Þessar piparkökur eru afskaplega góðar einar og sér en ef það á að skreyta þær/mála þá mæli ég alltaf með því að gera royal icing-glassúr sem í rauninni er bara flórsykur og eggjahvíta í stað þess að setja bara vatn útí flórsykurinn.
 Ef maður gerir svona blöndu þá verða piparkökurnar ekki mjúkar með tímanum heldur halda áfram að vera stökkar. Einnig er liturinn mun sterkari þegar búið er að setja matarlit útí þennan glassúr.

Árdís Rúna var ansi lunkin með sprautupokann 

Aldrei fallegustu kökurnar en samt klárlega þær bestu þegar allir hafa setið saman og skreytt :) 


Uppskrift aðlöguð frá http://klingskitchen.se/ 



SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig