föstudagur, 5. apríl 2019

Brauðbollur með súkkulaði

Mýkstu súkkulaðibollur sem þið munið eflaust nokkurntíman smakka.
... já ég ætla ekki að spara lýsingarnar 😊

Þessar bollur eru örlítið sætar, með smá súkkulaði. Fullkomnar með smjöri og osti og jafnvel enn betri með Nutella eða öðru súkkulaðismjöri 🙈



Uppskrift: 
1 bréf þurrger
1 egg
2 dl mjólk
1 tsk kardimommudropar
450 gr hveiti
1/2 tsk salt
50 gr sykur
75 gr mjúkt smjör
100 gr súkkulaðibitar eða saxað suðusúkkulaði


Aðferð:
-Velgið mjólkina og hrærið út í hana eggi og kardimommudropum. Stráið gerinu yfir, hrærið létt saman og látið standa í 10 mínútur.
-Setjið öll þurrefni í hrærivélarskál (ekki súkkulaðið þó) og hellið svo mjólkur, eggja og gerblöndunni útí og hnoðið deigið með hnoðaranum á hrærivélinni í 10 mínútur
-Takið smjörið í smáum skömmtum með skeið eða fingrunum, bætið smátt og smátt útí hrærivélaskálina á meðan deigið er að hnoðast. Ath að fyrst um sinn sest smjörið allt í skálina og gæti þurft að nota sleikju til þess að losa smjörið úr hliðunum á skálinni en með þolinmæði kemur þetta allt saman í eitt deig aftur. Hnoðið áfram í 5 mínútur.
-Látið deigið hefast á hlýjum stað í klst
-Sláið deigið niður, stráið súkkulaði yfir það og hnoðið það létt saman til að dreifa súkkulaðinu jafnt um deigið.
-Mótið litlar bollur 50-70 gr (fer eftir stærðinni á mótinu sem þið látið bollurnar í) og raðið jafnt í smurt skúffukökumót eða stórt eldfast mót. Látið þær ekki snertast
-Látið hefast á hlýjum stað í 30 mínútur
-Áður en deigið er sett inn í ofn er það penslað með eggi
-Bakist við 190°C í 15-18 mínútur eða þar til að bollurnar eru orðnar karamellubrúnar að lit.










Add caption






Enjoy!


SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus1:17 e.h.

    þetta er geggjað og eg mæli með aka eg er dóttir henar

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig