Litríkur réttur úr hreinum hráefnum sem vekur athygli á matarborðinum og slær í gegn.
Fyrir 3
3 kjúklingabringur
1 msk ferskt rósmarín
1 msk ferskt timian
1 hvítlauksrif
4 msk góð ólífuolía
salt og pipar eftir smekk.
2 lúkur af smáum krisuberjatómötum
flögusalt
góð ólífuolía
Til þess að setja yfir þegar rétturinn er kominn út:
Basilíka og parmesanostur
Aðferð:
-Skerið hvítlauksrifið niður í bita, grófsaxið kryddurnirnar og setjið ásamt olíu, salt og pipar saman í mortél. Steytið létt saman og veltið svo bringunum uppúr olíunni.
-Raðið bringunum í eldfast mót og raðið í kringum þær tómötum sem búið er að skera í helminga. Veltið þeim um í olíunni og kryddinu.
-Eldið í 190°C ofni í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
-Þegar rétturinn er kominn út er ferskri basilíku stráð yfir sem búið er að skera í strimla og parmesan annað hvort rifinn yfir eða skorinn í litlar sneiðar með skera stráð yfir.
Frábært að borða með þessum rétt nýtt súrdeigsbrauð, salat og/eða blómkálsmús
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)