Æðisleg kaka, geymist frábærlega og er svo mjúk og fersk á bragðið að það er erfitt að hætta!
Eitt er örugglega nýtt fyrir ykkur við gerð þessarar köku. Það er að til þess að ná fram þessu æðislega sítrónubragði bæði í kreminu og kökunni sjálfri er að þið notið heila sítrónu (já hýði og allt) sem þið hafið soðið og svo maukað
Ég giska á að munnvatnskirtlanir ykkar séu á fullu akkúrat núna :)
Uppskrift
2 botnar
Eitt er örugglega nýtt fyrir ykkur við gerð þessarar köku. Það er að til þess að ná fram þessu æðislega sítrónubragði bæði í kreminu og kökunni sjálfri er að þið notið heila sítrónu (já hýði og allt) sem þið hafið soðið og svo maukað
Ég giska á að munnvatnskirtlanir ykkar séu á fullu akkúrat núna :)
Skolið sítrónuna vel og sjóðið hana í 20 mínútur |
Vigtið öll þurrefnin saman |
Skerið sítrónuna í 2 helminga og fjarlægið alla steina sem þið sjáið |
Maukið sítrónuna (alla) í matvinnsluvél, með töfrasprota eða í mixer, látið blönduna kólna áður henni er hrært saman við deigið |
Setjið þurrefni, egg, mjúkt smjör og 2/3 af maukuðu sítrónunni saman í skál |
Hrærið saman í 2-3 mínútur á hægum hraðaa þar til þetta er komið vel saman |
Setjið í 2 kökuform sem eru spreyjuð með non-stick spreyi |
Uppskrift
2 botnar
1 sítróna (notið 2/3 af maukinu í deigið)
275 gr mjúkt smjör
290 gr sykur
290 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
4 egg
Krem
50 gr mjúkt smjör
50 gr mjúkt smjör
250 gr rjómaostur
1/3 af maukaðri sítrónunni
500 gr (+/- 50 gr) flórsykur
1-3 msk af mjólk ef þarf
Aðferð
-takið eina sítrónu, þrífið hana vel undir rennandi vatni og sjóðið í 20 mínútur. Skerið hana í 2 hluta og fjarlægið fræ.
-Maukið sítrónuna í matvinnsluvél, með töfrasprota eða í mixer. Ekki mauka hana alveg, það er gott að hafa örlitla bita ennþá í maukinu.
-Látið sítrónumaukið kólna aðeins áður en því er blandað í deigið.
-Vigtið og mælið saman öll þurrefni og setjið í skál, bætið saman við þau mjúku smjöri, eggjunum og 2/3 af maukuðu sítrónunni. Hrærið saman þar til að úr verður samfellt deig.
-Setjið í smurð kökuform og bakið svo við 180°C í 30 mínútur eða þar til kakan er stinn í miðjunni og aðeins farin að losna frá könntunum.
-Látið kökuna kólna alveg áður en þið setjið kremið á
-Þeytið saman smjöri, rjómaosti, sítrónunni og flórsykri. Ef þetta er of þurrt, bætið þá smá mjólk útí blönduna (fer eftir hve safamikil sítrónan er)
-Setjið á milli og svo ofaná kökuna.
Punktar
-það þarf ekki endilega að þekja alla kökuna með kreminu. Það er einnig flott að setja aðeins á milli og ofan á toppinn og hafa endana bera svo þeir sjáist
-Þetta er æðisleg kaka til þess að setja í skúffukökuform
-Góð kaka fyrir páskana og skella smá gulum matarlit í kremið.
njótið! :)
Sæl Ragna. Mér líst hrikalega vel á þessa, en er með eina spurningu, hversu stór bökunarform notar þú? Hlakka til að prófa hana :)
SvaraEyðaÉg er þarna með 20 cm form
EyðaI Thinking tried this recipe :D , Looks delicious
SvaraEyðaSæl Ragna, er búin að baka þessa sítrónuköku, mjög góð og hún verður í fermingarveislunni eftir tvær vikur. Það er eitt vandamál, kremið verður ekki nógu stíft, hvað get ég gert svo það verði þurrara eða eins og á myndinni hjá þér?
SvaraEyða