Auðveld kaka
já
án gríns
-ekkert smjör sem þarf að þeyta með eggjum
-þarf ekki þeytara eða hrærivél
-átt oftast allt til í hana
-getur gert með mjög litlum fyrirvara ef gesti ber að garði
Þetta er mjög svipuð kaka og skyndikökunum sem við svo mörg þekkjum en þessi er aðeins öðruvísi þar sem að í þessari eru ekki kokteilávextir eða kókos og púðursykur sett ofaná.
Auðvitað má samt setja kokteilávexti í staðinn fyrir niðursoðnu perurnar... og það er einnig alveg gríðarlega gott að setja niðursoðnar ferskjur ! mmmm
Uppskrift fyrir 8-10
-passar í stórt kringlótt smelluform
Ef þið ætlið að setja kökuna í venjulegt eldfast mót gæti verið gott að minnka uppskriftina aðeins svo hún taki ekki rúma klst í baksri
3 egg
1 bolli (250 ml) matarolía
1 + 3/4 bolli sykur
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 stór dós niðursoðnar perur skorið í bita (eða ferskjur eða blandaðir ávextir)
Auk þess má setja 1/4 bolla af valhnetum + 1/4 bolla af rúsínum ef þið viljið :)
Ofaná:
flórsykur
vatn
smá vanilludropar
magnið fer eftir smekk :)
Aðferð:
-Setjið egg, olíu og sykur saman í skál og hrærið saman
-Bætið þurrefnum saman við
-hrærið saman
-Skerið perurnar í bita og blandið saman við deigið
-spreyið kringlótt smelluform vel, hellið deiginu í og bakið við 180°C í 45-55 mínútur (fylgist vel með undir lokin)
-Þegar kakan er tilbúin, látið hana kólna aðeins, hellið glassúrnum yfir og berið fram volga með ís eða þeyttum rjóma
Egg, sykur og olía sett saman í skál |
hrært saman |
þurrefnum bætt saman |
hrært saman |
perur skornar í minni bita |
bætt saman |
inn í ofn og svo hefst þolinmæði |
látið kólna aðeins áður en þið setjið glassúr yfir |
mmmm!!!!!!!! |
Svo er einnig frábært að fá nokkrar til þess að aðstoða mann við að borða kökuna :) |
Perukaka - hljómar mjög vel!
SvaraEyðaÚff allt sem þú gerir er gómsætt :)
SvaraEyðaÞessi er í uppáhaldi hjá húsbandinu.hrikalega auðveld og hjálpar litla dótlan mín ávallt með hana. Höfum við leikið okkur að henni og sett súkkulaði bita,blandaða ávexti og ferskur sem dæmi í þessa snilldarköku. Flott uppskrift sem auðvelt er að leika sér með. Takk kærlega fyrir þessa.
SvaraEyðaMmmm
SvaraEyða