Hvar hef ég verið ? Þá það er nú góð spurning :)
Ég hef verið í útlöndum og mikið að vinna og voðalega lítið verið í frumlegum verkefnum í eldhúsinu.
Núna er ég hins vegar komin í sumarfrí og nýt tímans alveg í botn!
Hér kemur uppskrift af ekta "gamaldags" eplaköku eins og ömmur og mömmur gera (og núna við !).
Góða heitar með rjóma en geymast einnig gríðarlega vel og eru góðar til að taka með í ferðalög eða hafa í kaffitímanum.
p.s. Endilega gerið 2 kökur ef þið viljið ekki gera í skúffukökuformið og frystið aðra kökuna ! Hún er fljót að þiðna uppá borði og einnig hægt að flýta fyrir sér með því að senda hana í örbylgjuofninn ef gesti ber snögglega að garði
Uppskrift:
í tvö kringlótt form eða 1 skúffukökuform
150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjör
2 egg
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
260 gr hveiti
70 gr kókosmjöl
2 tsk vanilluextract/dropar
2.5 dl mjólk
Ofaná:
2 epli, skræld, kjarnhreinsuð og skorin í nokkuð þunnar sneiðar.
kanilsykur að vild
Glans:
Apríkósu eða appelsínumarmelaði
hitað í örbylgju og svo penslað yfir á meðan kakan er enn heit.
Aðferð:
-sykur og smjör þeytt vel saman með handþeytara eða í hrærivél með K-járninu á. Eggjum bætt saman við einu og einu í einu og þeytt vel á milli og á eftir.
-allt sem eftir er í uppskriftinni er sett saman við og blandað saman við þar til vel blandað (ath að þeyta ekki um of).
-Sett í smurt form, eplin eru skræld, skorin í tvennt og svo í sneiðar og raðað á deigið, þarf ekki að þrýsta niður. Stráð kanilsykri yfir og bakað í 30-45 mín á 180°C (styttra ef þið setjið kökuna í 2 form)
Ég gerði þessa um daginn og hún kom vel út, ég þurfti reyndar töluvert fleiri epli, eða 4, 2 stór og 2 lítil :)
SvaraEyðaOg bakaði hana í akkúrat 30 mín og hún var rosalega góð :)
Takk enn og aftur fyrir frábæra síðu, er hér daglega!
Íris Fríða