þriðjudagur, 31. janúar 2012

Tiramisu

Ó hvað þetta er yndislega, undaðslegur, æðislegur og bragðgóður eftirréttur ! ! 

(við skulum gleyma í smástund að hann er skelfilega óhollur... munið bara að borða minna í hádeginu og fara í ræktina!)




Það eru aðallega 3 atriði sem hafa stoppað mig í að gera tiramisu hingað til.
nr 1 - Þetta er flókið
nr 2 - Þetta er dýrt 
nr 3 - Það eru til góðar tegundir af tilbúnu tilbúnu tiramisu útí búð 
þessi þrjú atriði hafa samt hins vegar breyst í:
nr 1 - þetta er mun auðveldara en þið munið halda og frábært að geta gert þetta daginn áður en gestir munu koma til að minnka vesenið. 
nr 2 - Þetta er ekkert afburðadýr réttur. Mascarpone osturinn kostar um 700 kr samtals og eggin, tja, þau eru ekki dýr... 10 egg kosta um 400 kr og þarna notarðu 6 egg. Ekki má gleyma því að þessi réttur er stór og er fyrir 12 manns. Það kostar einnig sitt að gera eina marengs-ávaxtaköku eða heitan rétt :)
nr 3 - Þetta er BETRA en tiramisu útí  búð...

Jú, uppskriftin er stór en þegar maður er að þessu á annað borð, af hverju ekki gera bara alla uppskriftina og mæta svo með restina í vinnuna eða bjóða vinum í kaffi seinna í vikunni. Þetta endist vel í ískáp (4-5 daga).

Í mörgum uppskriftum sem ég skoðaði voru eggjahvíturnar nýttar með. Ég stóðst samt ekki mátið þegar ég las uppskrit frá kokki sem sagði að hands down þá væri þetta LANG besta tiramisu sem hann hafði gert um ævina og væri það sem hann teldi að kæmist næst því sem hafði bragðað á Ítalíu. 
Það var því engin spurning hvort ég ætti að gera þessa uppskrift eða ekki, og ó hvað ég var ekki vonsvikin.

Saumaklúbburinn og samstarfsfólk á Slysó var einnig mjög ánægt með afraksturinn :)

Fyrsti hlutinn er svoldið tímafrekur..

Setja þarf egg og sykur yfir heitt vatnsbað (vatnið við það að sjóða) og "elda" eggin+sykur í 10 mínútur... Það verður að hræra stanslaust á meðan 

Blandan breytir um lit og verður ljósari 


Síðan þarf að þeyta upp blönduna þar til hún verður pastel gul á litinn



mascarpone osturinn er hrærður uppí öskjunni og þeyttur samanvið 

því næst er þeytta rjómanum blandað saman við, leggið hér frá ykkur þeytarann og notið sleif

hér er óhætt að smakka.. nokkrum sinnum ! 
hellið upp á 4faldan espresso, eða sterkt kaffi sem fyllir upp í ca 3/4 bolla 

áður en samsetningin hefst 



ladyfingers er snögglega dýft ofan i kaffið og lagt í botninn

mascarponeblandan er sett ofaná, annað lag af ladyfingers þar ofaná og endað á mascarponelagi 

geymist inní ískáp í amk 4 klst áður en borið fram, stráið kakó yfir með sigti rétt áður en borið er fram 



Uppskrift (fyrir 10-15, fer eftir öðru meðlæti)


6 eggjarauður
1 bolli sykur (250ml)
2 öskjur af mascarpone osti 
1 3/4 bolli rjómi (óþeyttur)
1 pakki (320-350 gr) Ladyfingers 
1/2 bolli espresso eða sterkt kaffi
1/4 bolli sterkt áfengi (Dökkt romm, Amaretto, Kaluha eða Brandý) - Sé áfengi sleppt, bætið þá við 1/4 bolla af kaffi við í staðinn
kakó 

Aðferð: 

-Blandið saman eggjum og sykri í skál yfir sjóðandi vatni. Hrærið stanslaust í blöndunni í 10 mínútur. 
-Þeytið upp eggjablönduna þar til hún verður pastel-gul á litinn
-Takið mascarpone ostinn, hrærið hann aðeins upp í öskjunum og bætið svo útí eggin. Þeytið vel saman
-Rjóminn er stífþeyttur og blandað saman við ostablönduna. Ath að hér er þeytaranum lagt og notuð sleif tl að blanda saman
-Ladyfingers er rétt svo dýft ofan í kaffið (eða kaffi + líkjör). Það þarf EKKI að láta kökurnar blotna í gegn, heldur bara að báðar hliðar komi í snertingu við kaffið. 
-Tiramisuinu er raðað upp þannig. Ladifingers - Mascarponeblanda - Ladyfingers - Mascarponeblanda. 
-Látið bíða í ísskáp þar til það er borið á borð. Rétt áður en rétturinn er borinn á borð er kakói stráð yfir í gegnum sigti svo að það þeki réttinn. 

ENJOY ! :)






SHARE:

8 ummæli

  1. Nafnlaus8:47 e.h.

    Sleeeeeeef! Þetta verð ég að prófa :p kv, Berta

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:03 e.h.

    ég get ekki hætt að horfa á þetta - held ég þurfi að búa svona til og fara með í vinnuna, svona í tilefni af því að allir eru að taka þátt í lífshlaupinu :)

    kv.
    Marta J.

    SvaraEyða
  3. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða
  4. Gæti maður notað Baileys? Kv af heimilinu þar sem enginn drekkur áfengi af viti :')

    SvaraEyða
  5. Búin að prufa, borða ekki sjálf Tiramisu en maðurinn minn sver fyrir þessa uppskrift :P

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus4:12 e.h.

    Hvað er bolli hjá þér? Það væri best ef allt væri í desilítrum :)

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus5:29 e.h.

    Ok var búin að gera tvo ísa þegar ég sá þessa uppskrift svo það verða þá þrír desertar þessi áramót 🤤áramóta kveðja Anna Kristín

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig