Það sem er alger nauðsyn við að elda Kalkún er kjöthitamælir. Uppskriftir sem segja 30 mínutur fyrir hvert kíló eða einhverjar svipaðar aðferðir við steikingu á kalkún er algerlega úrelt :) Eldun á kjöti snýst ekki um tíma, heldur hita og þess vegna ætlum við að mæla hitann. Tímasetningar eru til viðmiðunar um hve langan tíma maður getur gert ráð fyrir að eldunin muni taka.
Kalkúnn.
-Hafið fuglinn við herbergishita, takið hann út um morguninn þann dag sem hann verður eldaður til þess að setja hann ekki ískaldan inní heitan ofninn kl 14. Afþýðið fuglinn daginn áður.
-Hafið fuglinn við herbergishita, takið hann út um morguninn þann dag sem hann verður eldaður til þess að setja hann ekki ískaldan inní heitan ofninn kl 14. Afþýðið fuglinn daginn áður.
6-8 kg kalkúnn (fyrir ca 8-10 manns)
1 bréf beikon
Salt, pipar og kalkúnakrydd (krydda vel)
Fylling
1 bréf skinka (15-20 sn)
1 ds sveppir
1 stk rauðlaukur
Steinselja söxuð
Salt og pipar
Brauðteningar (úr 6 skorpulausum brauðsneiðum) vættir með sherrý og sojasósu (ég sleppi sherrý)
eitt besta trikkið sem ég kann varðandi framreiðslu á kalkún er að losa bringurnar af fuglinum, skera þær í sneiðar og raða þeim svo aftur ofaná. |
Video af hvernig gott er að skera kalkún:
Aðferð:
-Fyllingin er söxuð vel og svissuð á pönnu,
krydduð og brauðteningunum bætt út í, hún er svo kæld aðeins.
-Kryddið kalkúninn vel innan í, Fyllingin sett inn í kalkúninn en hann er kryddaður vel utaná.
-Beikonið lagt ofan á kalkúninn og pakkað vel inn í álpappír. Steikja á 150° C í 4 klst. Þ.e kl:14.00 til kl:18.00 taka pappírinn af og beikonið og smyrja hann með bræddu smjöri (um 300 gr).
-Hækka hitann í 180°C (borðað kl:19.00) Sósan löguð úr soðinu af innyflum, gulrótum sellerí, sveppasafa og krydduð til.
-Kryddið kalkúninn vel innan í, Fyllingin sett inn í kalkúninn en hann er kryddaður vel utaná.
-Beikonið lagt ofan á kalkúninn og pakkað vel inn í álpappír. Steikja á 150° C í 4 klst. Þ.e kl:14.00 til kl:18.00 taka pappírinn af og beikonið og smyrja hann með bræddu smjöri (um 300 gr).
-Hækka hitann í 180°C (borðað kl:19.00) Sósan löguð úr soðinu af innyflum, gulrótum sellerí, sveppasafa og krydduð til.
-Undir það síðasta fer ég algerlega eftir hitamæli um hvenær ég eigi að taka dýrið út. Kjarnhiti fullhitaðs kalkúns er í kringum 70-72°C í þykkasta hluta fuglsins. Ég tek því fuglinn út í kringum 69°C, breiði smá blað af álpappír yfir hann og læt hann halda áfram að eldast úti á borði.
-Ef þið eruð með minni kalkún, auðvitað setjið þið hann seinna inn en 14 :)
(4-5 kg fugl var tilbuinn kl 19:30 þegar ég byrjaði á að elda hann kl 16, tók álpappírinn af kl 18:45)
(4-5 kg fugl var tilbuinn kl 19:30 þegar ég byrjaði á að elda hann kl 16, tók álpappírinn af kl 18:45)
Sósa: (mjög grófeg lýsing á aðferð)
Sósan er löguð úr innmatnum sem kemur með fuglinum.
Steikið allt sem kemur með fuglinum á heitri pönnu í olíu. Kryddið aðeins með kalkúnakryddinu, salti og pipar.
Bætið útá pönnuna 1 sellerístilk, söxuðum, 1 lauk, söxuðum og 3-4 gulrótum, söxuðum og látið þetta aðeins svitna saman, ekki brúna grænmetið.
setjið vatn útá (eins mikið og þið haldið að þið viljið af sósu), látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 1-2 klst. Setjið kjötkraft útí ef þið viljið, annars saltið þið og piprið að vild.
þegar sósan er kláruð bætið þið útí hana slatta af rjóma, smjörsteikið sveppi og setjið þá útí, bragðbætið aðeins með Worchestersósu og þykkið hana með hveiti og vatni hrærðu saman (eða tilbúnum maizenaþykki eða maizena og vatni). Ég set einnig smá sósulit til að dekkja sósuna aðeins.
Steikið allt sem kemur með fuglinum á heitri pönnu í olíu. Kryddið aðeins með kalkúnakryddinu, salti og pipar.
Bætið útá pönnuna 1 sellerístilk, söxuðum, 1 lauk, söxuðum og 3-4 gulrótum, söxuðum og látið þetta aðeins svitna saman, ekki brúna grænmetið.
setjið vatn útá (eins mikið og þið haldið að þið viljið af sósu), látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 1-2 klst. Setjið kjötkraft útí ef þið viljið, annars saltið þið og piprið að vild.
þegar sósan er kláruð bætið þið útí hana slatta af rjóma, smjörsteikið sveppi og setjið þá útí, bragðbætið aðeins með Worchestersósu og þykkið hana með hveiti og vatni hrærðu saman (eða tilbúnum maizenaþykki eða maizena og vatni). Ég set einnig smá sósulit til að dekkja sósuna aðeins.
enjoy !
Þarf að sauma fyrir þegar fyllingunni hefur verið troðið inn eða er nóg að láta hann bara liggja svona eins og á myndinni? Og sveppasafinn í sósunni, er hann af niðursoðnum sveppum í dós eða er hægt að nota sveppakraft (er ekki annars til svoleiðis) ef maður vill ekki nota dósasveppi?
SvaraEyðakv
Hallfríður
Hann er sem sagt eldaður innpakkaður í álpappír allan þennan tíma sem hann er í ofninum á 150°C? Svo það er ekkert vesen með að vera stöðugt að ausa eða slíkt?
SvaraEyðaSleppur algerlega við að ausa :)
EyðaHitamælir er samt nauðsyn
......nei hann eldast úti á borði undir álpappir, stendur í uppskriftinni......eða þegar hann hefur náð 69 gráðum!
EyðaHLJÓMAR VEL...ENN BEIKON...MISSIR TÀ FUGLIN EKKI SITT EIGID BRAGD...BEIKON ER JU FREKT OG STELUR MIKKLU BRAGDI....CHRIS
SvaraEyðaNeinei. Ef þú borðar skinnið algerlega sér þá finnurðu smá keim. En ekkert af kjötinu
EyðaNeinei. Ef þú borðar skinnið algerlega sér þá finnurðu smá keim. En ekkert af kjötinu
Eyða