þriðjudagur, 4. október 2011

karamellu og bananabaka !

Þessi-kaka-er-geðveik!!! (bara svo þið vitið það !) 

jæja
þá er best að byrja að segja ykkur meira frá henni. 
Uppskriftin kemur úr bókinni hans David Lebovitz  sem er ein af mínum uppáhalds köku/eftirréttabókum.

Það er einnig alltaf kostur þegar kökur þarf að gera með smá fyrirvara (þá er ekkert stress þegar það líður að matarboðinu að maður þurfi að útbúa eftirrétt á síðustu mínútu ásamt aðalrétt) og einnig er hægt að gera þessa köku deginum áður og geyma að setja rjómann þangað til síðustu mínútu (bakan geymist í 2 daga í kæli áður en rjóminn er settur á og bökuskelin sjálf ef þið kjósið að gera hana sjálf, geymist í 4 daga í kæli áður en karamellublandan er sett ofaní)

Þessi kaka er svo sannarlega með karamellubragði, en það besta er að karamellan (þó mikil sé) er ekki svakalega þung og mikil svo að það er allt í lagi að fá sér ágæta sneið af kökunni :) 
Galdurinn er að í karamellunni er mjólk en ekki margir desilítrar af rjóma. 

í heild er uppskriftin auðveld, en hana þarf þó að lesa vel til þess að gera allt rétt. Hún er nefnilega svoldið óvenjuleg. 

Hér eru eiginlega engar myndir af því hvernig ég gerði uppskriftina og eina ástæðan er sú að þetta gerðist allt svo hratt og mér fannst þetta svo spennandi að ég hafði engan tíma til að taka myndir ! ég lofa því að reyna að skrifa þetta skýrt niður fyrir ykkur 





hugmyndin af bökunni kom frá þessari bökuskel sem ég keypti í Kosti í sumar !  Vonandi fást þær ennþá, en ef ekki þá læt ég uppskritina af kexbotninum fylgja með. Auðvitað ÞARF ekki að hafa súkkilaðikexbotn ef þið finnið annarskonar bökuskel. 

bananarnir og karamellan komin í bökuskelina

sætur rjómi og súkkilaðispænir yfir 

óóóóó !!!!  
Uppskrift: 

Bökuskel 
(í 25 cm bökuform)

180 gr malað súkkulaðikex (ef það er krem á milli þá þarf að taka það af)
3 msk sykur
4 msk bráðið smjör

Aðferð:
-smyrjið formið, blandið saman súkkulaðikexinu (möluðu) sykri og smjöri og þrýstið blöndunni í botninn og upp í hliðar á bökuforminu. Kælið í 30 mínútur og bakið svo í ofni á 175°C í 10 mínútur.


Fylling: 

215 gr púðursykur
30 gr smjör
3 msk (25 gr) maizenamjöl
375 ml nýmjólk
1/2 tsk salt
3 eggjarauður
1/2 tsk vanilluextract
3 þroskaðir bananar

Aðferð:
-Bræðið smjör og blandið því saman við púðursykur, setjið í skál og setjið sigti yfir skálina, setjið þetta svo til hliðar
-í bolla, hrærið maizenamjölið útí smá af mjólkinni. Í potti, hitið restina af mjólkinni með saltinu þangað til að blandan er við suðu og hellið þá maizenamjölsblöndunni útí. Sjóðið þar til blandan þykknar.
-Hrærið eggjarauðurnar saman í skál og hellið smá af heitri mjólkurblöndunni útí eggin. Hellið svo þeirri blöndu aftur útí heita mjólkina og hrærið þar til að blandan þykknar enn frekar (þetta endar á að verða svoldið eins og hrært majones.
-Hellið blöndunni í gegnum sigtið, ofan í púðursykurblönduna, bætið vanilluextract við og hrærið vel saman. Sykurinn bráðnar (ef þið eruð hrædd við sykurkekki í blöndunni, sigtið blönduna aftur).
-Skerið bananana niður í 6 mm sneiðar og dreifið yfir kexbotninn (ég notaði aðeins rúmlega 2 banana en það fer eftir smekk). Hellið blöndunni yfir bananana, setjið plastfilmu yfir kökuna og geymið hana í kæli í amk 2 klst áður en rjóminn er settur ofan á og borin á borð.


Topping:


250 ml rjómi
1 msk sykur
1/2 tsk vanilluextract
súkkulaðispænir til skreytingar

Aðferð.
-Þeytið rjómann þar til hann fer að þykkna, bætið sykri og vanilluextract útí og þeytið rjómann til fulls.
-Dreifið yfir bökuna og skreytið með súkkulaðispænum


ENJOY



SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus10:06 f.h.

    Þetta líst mér vel á...nóg af kalóríum fyrir veturinn! ;-) En hvað er vanilluextract??
    Valgerður

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:01 f.h.

    Ó hvað ég er glöð að hafa fundið þessa uppskrift! Langaði svo að prófa þessa http://www.ourbestbites.com/2012/03/dulce-de-leche-banana-toffee-pie-happy-birthday-our-best-bites/ en það er condensed milk í henni og því miður finnst hún ekki hér :(
    Kannski í Kosti, en ég bý á Akureyri... En þangað til ég kemst þangað prófa ég þína! :D
    Kv. Hildur

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig