sunnudagur, 30. október 2011

Fyllt kalkúnabringa með döðlum og fetaosti

Súper einföld og alveg SVAKALEGA góð uppskrift sem Þurý vinkona stakk uppá að við myndum prufa í saumaklúbbssumarbústað í október. Alveg ótrúlegt hvað gott er að borða svona sæta fyllingu með kalkúnabringunni og alveg skemmtilegt hvað fetaostabragðið verður eiginleg ekkert, en bætir fyllingu og salti í fyllinguna.

ég vanalega butterfly'a bringuna og rúlla henni svo upp, festi hana svo saman með bómullagirni sem ég fékk í Hagkaup. Hér er gamalt blogg þar sem ég tala meira um hvernig ég butterfly-a bringuna.

fyllingin komin ofan á bringuna, osturinn að mestu bráðnaður
og döðlurnar farnar að leysast í sundur 
rúlla upp 


hnýtt saman

komin útúr ofninum .. 



ekki hægt að segja að þessi bringa hafi ekki verið safarík ! :)



Uppskrift 
fyrir eina bringu

1 krukka af fetaosti (í bláu krukkunum)
1 laukur 
1/3-1/2 poki af döðlum

já... það er ekkert fleira. 
Engar afsakanir um að þú kunnir ekki hitt eða þetta
nú þarf b ara að saxa allt frekar fínt (mátt nú sleppa því að saxa fetaostinn:) ) skella þessu í pott (ekki nauðsyn að nota nema um helming af olíunni í krukkunni)
Hrærið öllu saman við vægan hita þar til osturinn er farinn að bráðna og döðlurnar farnar að mýkjast upp og tætast niður. Setjið á útflatta kalkúnabringu (eða troðið þessu í vasa á bringunni sem þið gerið með hníf), kryddið bringuna með góðu kalkúnakryddi, bindið saman svo allt gumsið leki nú ekki út og skellið inní ofn á 190°C í eldföstu móti og munið að það er alveg gjörsamlega glórulaust að elda kalkún eða kalkúnabringu án þess að nota hitamæli. 
Hér með fjárfestið þið ykkur í svoleiðis græju (sem þarf ekki að kosta mikið), stingið í miðja bringuna (passið kannski að láta ekki pinnann enda í fyllingu) og eldið þar til að mælirinn segir 70°C og takið þá bringuna út og látið standa í 10-15 mín. 

mér finnst svo alltaf best að sneiða nokkrar sneiðar af áður en ég set bringuna a borðið. Bara af því að það er alltaf jafn  erfitt og vandræðalegt að reyna að skera þegar maður situr ! (svona fyrir utan það að allar sneiðarnar fara beint á diskinn hjá matargestum og þess vegna hentugt að vera með tilbúnar sneiðar).

Fyllingin sem vellur út úr bringunni er svo skafin uppúr mótinu ef hún er ekki brennd og borin á borð fyrir þá sem vilja enn meiri fyllingu :)

enjoy! 




SHARE:

5 ummæli

  1. Nafnlaus1:04 e.h.

    Þetta er mjög gott, frábær uppskrift
    kveðja Helga

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:28 e.h.

    Mmmmm, ELSKA þennan rétt - hann sló rækilega í gegn hjá fjölskyldunni og er alveg uppáhalds núna!

    SvaraEyða
  3. Þetta er jólamaturinn ár eftir ár hjá mér. Kveðja, Rúna

    SvaraEyða
  4. Berið þið fram einhverja sósu með þessum rétti?

    SvaraEyða
  5. Þessi er æðisleg, ekkert smá góð:-)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig