Hamborgarar eru ekki alveg það óhollasta í bókinni... Það er aðallega sósujukkið sem maður treður á borgarann sem gerir hann gífurlega óhollann.. Annars er þetta bara grænmeti, brauð og jú kjöt. Þeir sem vilja geta meira að segja sleppt brauðinu og enn verið með í borgarafjörinu í sumar :)
hafi þetta hver á sinn hátt ! :)
Ég verð samt að tuða örlítið um það að það virðist ekki fást hakk hér á íslandi sem er undir 10-12% í fitu... Ég veit ekki hvað tilbúnir borgarar eru með mikilli fituprósentu en það er sjálfsagt ekki undir því.
Það væri snilld að geta fengið almennilega magurt hakk.
Ég sá á netinu um daginn auglýsingu sem hljómaði eitthvað á þessa leið... 200 gr borgararnir komnir, 100% ekta nautakjöt!!
Ég hugsaði að það væri snilld að bera á borð þvílíka steik fyrir gestina sem ætluðu að koma í Eurovisionforkeppnispartýið á þriðjudaginn síðasta og renndi á staðinn sem bauð upp á þessa borgara...
Ég hrökklaðist fljótlega út aftur enda kostuðu 2 stk af þessum 200 gr kjötstykkjum heilar 980 kr !
Asskoti dýrt kílóverðið það
Ég ákvað því að fjárfesta loksins í hamborgarapressu í Húsasmiðjunni sem kostaði rétt undir 800 kr, rúllaði við í Hagkaup og keypti hakk úr kjötborðinu þar (það vildi þannig til að hakkið úr kjötborðinu var ódýrara en það sem var boðið uppá í tilbúnum pakkningum)
Þegar heim var komið gerði ég svo mína eigin 160 gr 100% ekta nautakjötshamborgara og bauð uppá í kvöldmatinn.
Hamborgarabrauðin sem ég notaði voru þessi af stærri gerðinni sem loksins eru farin að fást fyrir almenning en fengust fyrir 1-2 árum aðeins fyrir veitingastaði. Það gea þess vegna hver sem er gert listagóða hamborgara heima hjá sér.
Til að þið fáið smá tilfinningu fyrir stærð á borgunum þá eru flestir borgara sem fást 4 saman í öskju með brauðum aðeins 80 gr. Ég man því miður ekki hvað það er verið að selja þessa bakka á núna en mig minnir að það sé farið að slaga hátt í 600 krónurnar. Það merkilega við þessa pakkaborgara er hvernig kringlóttur borgari getur orðið að sporöskjulaga borgara við steikingu.... Beats me, mínir borgarar héldust fullkomnlega kringlóttir :)
Millistærð af borgara er 110 gr og stórir borgarar eru 160 - 200 gr. Ég hafði hugsað mér að gera 200 gr borgara en þar sem hamborgarapressan fæst bara í einni stærð þá yrði 200 gr borgarinn ansi þykkur og þyrfti í raun að vera aðeins meiri í þvermáli. Þessvegna hafði ég hann 160 gr, sem var svo fullkomnlega passlegt að ég geri það örugglega aftur... alltaf
Ég hafði auðvitað áhyggjur af því að þetta væri dýrara en að kaupa tilbúna hamborgara svo ég leit mikið í kringum mig í síðustu viku til að fá smá tilfinningu fyrir hvað almennt verð væri á hamborgunum og komst að því eftir að ég hafði sett upp smá verðdæmi um hvað borgarinn kostaði sem 160 gr eða sem 80 gr á því verði sem ég keypti hakkið síðasta þriðjudag þá væri það síður en svo dýrt miðað við annað á markaðnum
1 stk risa hamborgarabrauð : 77 kr
160 gr 100% nautakjöt : 215 kr
Máltíð: 292 kr
Fyrir 4: 1168
1 stk risa hamborgarabrauð : 77 kr
80 gr kjöt : 124
Máltíð: 201
fyrir 4: 432 kr
Það er því um að gera að elta tilboðin á nautahakki í sumar og kaupa sér bakka þegar góð verð eru í boði :) T.d. eru alltaf tilboð í Kosti á mánudögum, 697 kr kílóið
Hér er svo myndasería hvernig ég gerði borgarann og ég held að myndirnar tali sínu máli.
Er virkilega ekki hægt að kaupa svona magurt hakk heima? Merkilet..
SvaraEyðaEn hér úti er ekki í boði að kaupa tilbúna hamborgara til að elda heima svo við gerum þá alltaf sjálf úr hakki. En hakkið sem er undir 8% það tollir ekki mikið saman.. þó svo við notumst við egg.. en kannski ef maður á svona fína hamborgara pressu :)Hún verður skrifuð á listann hvað verður keypt á klakanum þegar við komum í sumar :)
lookar annars deeem vel eins og ávalt :)
knús Árún
Já, ég hef yfirleitt gert í höndunum en þá nær maður ekki þessum fínu og þéttu köntum ! :) sem gerir þá að alvöru borgurum.
SvaraEyðaSæl Ragna Björg,
SvaraEyðaVildi bara benda þér á að nautahakkið (og borgararnir þar með reyndar) í Kjöthöllinni í Miðbæ við Háaleitisbraut er það laaaaaangbesta í bænum. Það inniheldur aðeins 3-4% fitu. Mæli með þessari búð. Hún er yndisleg í alla staði (eins og að koma 20 ár aftur í tímann) :)
spennandi
SvaraEyðaSkil engann veginn af hverju þú sækist eftir "mögru" kjöti. Fita er ekki óholl.
SvaraEyðaMæli með þessari grein:
http://www.nytimes.com/2002/07/07/magazine/what-if-it-s-all-been-a-big-fat-lie.html
Ég keypti um daginn hamborgara í pakkingum sem fást í Bónus, hafa alltaf smakkast skítsæmilega. Ég leyfi mér að efast um að það hafi verið nokkuð kjöt í þessum borgara, allavegana ekki únsa af hakki. Þvílíkur og annars eins óbjóður, sparnaðurinn þarna er ekki alveg að gera sig.
SvaraEyðaEnda er á dagskránni að útbúa eigin borgara héðan í frá. Þínir eru afar girnilegir.
best ad kaupa 15=20prosent fitu hakk blanda rifnum osti pipar salt .klikkar aldrei
SvaraEyða