ekkert mál sagði ég og hér er greinin :)
Það er kannski ómögulegt að lesa þetta en þið kaupið ykkur auðvitað Moggann og klippið þetta út og setið á ísskápinn. Er það ekki ? :)
Svona var þetta svo. Hér er ljósmyndarinn að störfum og ég er paparazzi ljósmyndarinn að taka mynd af ljósmyndaranum.. heeee heeee
Hér er svo Brunch-bakkinn
Eggjabollar
Þetta er svoldið skemmtilegur réttur. Þið sem hafið gert Brunch með öllu tilheyrandi hafið sjálfsagt komist að því að ef þið ætlið að hafa allt tilbúið á sama tíma og setja allt á borðið áður en það verður kalt þá þurfið þið eiginlega 3 pönnur. Þ.e. eina fyrir pönnukökur, eina fyrir beikon og eina fyrir egg.
Með þessari aðferð þá sleppiði við eina pönnu. Það væri líka hægt að byrja á að steikja beikonið og setja það undir eggið með endana uppúr og þá þyrftuð þið aðeins eina pönnu. (annað option er að byrja á pönnukökunum og halda þeim volgum undir viskustykki á meðan beikonið er steikt)
En það er svoldill galdur að hafa allt tilbúið á svo til sama tíma. Þess vegna er ekki verra ef einhver sér um að leggja á borð á meðan ef það er í boði. :)
Hér má sjá gamla muffinsformið mitt.. smá sjúskað en virkar. Spreyið það létt með non stick spreyi. |
Leggið 2 stk toskana skinku í hvern bolla þannig að það komi ekki gat í botninn. |
setjið matskeið af rifnum osti í botninn og brjótið egg yfir. Þetta fer svo inní ofn rétt áður en bera á Brunch-inn fram. Tekur aðeins 10-15 mín í ofninum |
fyrir 4
Gerir 4 stk
8 sneiðar af Toscana skinku
4 msk rifinn ostur
4 stk egg
salt og pipar
Steinselja til skrauts
Aðferð:
-Eggjabollarnir eru gerðir í muffinsformi. Sprautið í 4 form smá af bökunarspreyi svo skinkan festist ekki við þar sem hún er sjálf ekki mjög feit.
-Leggið 2 sneiðar í hvert form þannig að þær þeki formið alveg.
-Setjið 1 matskeið af rifnum osti í botninn á forminu, ofan á skinkuna og brjótið svo egg ofan í hvert form. Stráið smá af salti og pipar yfir
-Bakist við 180 gráður í 10-15 mínútur.
-Skreytið með saxaðri steinselju og berið fram heitt með ristuðu brauði ásamt smjöri og beikoni ef vill.
-Ég nota 2 gaffla til að taka eggjabollana uppúr forminu.
Amerískar pönnukökur
Afskaplega léttar og einfaldar. Einu sinni notaði ég uppskrift sem þurfti að þeyta eggjahvíturnar sér og svaaaakalega mikið vesi ves. Þessar eru fáránlega easy og eins og sést á myndinni þá er öllu skellt í eina skál og notað písk til að hræra þessu létt saman
skellt í skál ! |
Svo er bara að byrja að baka... :)
´Amerískar pönnukökur
ég set alltaf smá olíu á pönnuna og hef hana stillt á 6. Þið finnið ykkar leiðir með því að prufa ykkur áfram :) |
Hér væri ekki vitlaust að fara að snúa pönnukökunum við |
fyrir 4 (með öðru meðlæti)
gerir um 10-12 pönnukökur
1 bolli hveiti (250 ml)
2 msk sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 bolli mjólk (250 ml)
2 msk matarolía
1 egg
Aðferð:
-Blandið saman þurrefnum og bætið svo vökvanum útí. Hrærið öllu saman svo það blandist vel saman.
-Lykillinn að loftmiklum pönnukökum er að hræra þær ekki of mikið og það er í lagi að smáir kekkir séu í deiginu. Ef ykkur finnst deigið vera of þunnt, látið það standa í nokkrar mínútur þar sem það þykkist aðeins við það.
- Setjið ca 3 matskeiðar af deigi á pönnu á miðlungshita sem hefur aðeins verið pensluð með matarolí og snúið við þegar loftbólur fara að myndast. Bakist svo í 1-2 mínútur á seinni hliðinni.
-Berið fram volgar með hlynsýrópi, sultum, flórsykri, smjöri eða beikoni.
Mér finnst að galdurinn við Brunch sé að hafa kveikt á kertum og lagt fallega á borð. Ekki skemmir að hella upp á te og bjóða upp á ferska ávexti og jógúrt með kræsingunum.
Á myndinni má einnig sjá Pekanhnetu snúninginn sem finna má á síðunni hér til hliðar. Hann fellur ekki undir þá kríteríu að þetta eigi bara að taka 30-40 mínútur að undirbúa. Hann tekur örugglega með öllu hátt í 3 tíma. Ég var þó að baka hann þennan dag og ákvað að hafa hann með á borðinu. Ég enn og aftur hvet ykkur til að prufa ykkur áfram í eldhúsinu :)
Þetta er ekkert smá fallegt hjá þér Ragna mín! Kellan bara orðin fræg!
SvaraEyðaGleðilega páska,
Kolla
Googlaði þig þar sem enginn var linkurinn í mogganum! Þú ert því hér með kominn í favorites hjá mér, finnst svo ógurlega gaman að lesa matarblogg :) Skemmir ekki fyrir að hafa eitt á íslensku.
SvaraEyðaKv. Harpa.