eða Kurlkökur
eða Lakkríssmákökur
eða Lakkrístoppar
eða Lakkrísbitasmákökur
Það er nú meira hvað hægt er að kalla sömu smákökurnar mörgum nöfnum :)
Ég hef því ákveðið að henda inn uppskriftinni minni að lakkrístoppum og smá leiðbeiningum með fyrir þá sem eru kannski að fara að gera þessar kökur í fyrsta sinn.
Það eru eflaust til fjöldinn allur af uppskriftum fyrir þessar kökur en hér er ein sem hefur aldrei klikkað (ef hún er gerð svona eins og ég sýni ykkur á eftir).
Mér finnast lakkrístoppar eiga að vera litlar, með grófri áferð (ekki sléttar og kúptar), crunchy að bíta í en aðeins mjúkar inní. Þessi uppskrift er með ljósum púðursykri sem heldur í karamellubragðið eins og í púðursykursmarengs í en liturinn á kökunum helst hvítur
Hráefnið er nú ekki mikið. Allt gífurlega "heilsusamlegt" samt. Endilega gerið bara kökurnar litlar ! :) |
Þeytingin skiptir miklu máli. Ég þeyti eggin+ljósa púðursykurinn í tæpar 10 mínútur í handþeytaranum já. . . seriously. ég á ekki hrærivél |
þetta á að vera stíft. Vel á að mótast í marengsinn eftir þeytarann og koma fallegur toppur á marengsinn þar sem þú tekur þeytarana uppúr |
Lakkrísbitum og súkkulaði skellt ofan í marengsinn |
Mjög mikilvægt að leggja þeytaranum þegar þessu er blandað saman. Notið sleikju eða sleif og veltið þessu hægt og rólega saman |
vel blandað... þá er bara að.. ? |
eftir korter í ofni sem stilltur er á 150° .. taka þær út og bíða í smá stund með að taka þær af pappírnum, Þær losna auðveldlega þegar þær hafa kólnað aðeins. (bíddu, er búið að bíta í eina ?!) |
3 stk eggjahvítur
200 gr. ljós púðursykur
150gr. súkkulaði saxað
1 poki lakksískurl
Eggjahvítur og púðursykur þeytt vel, lakkrískurlið og súkkulaði blandað varlega saman.
Bakað við 150°c í 15 mín (ég nota alltaf blástur og set þetta á 2 plötur)
(athugið að ef kökurnar eru stærri, þá lengist að sjálfsögðu bökunartíminn)
(athugið að ef kökurnar eru stærri, þá lengist að sjálfsögðu bökunartíminn)
Gerir ~70-75 stk
EF kökurnar eru harðar, með hörðum lakkrís eða fletjast út í ofninum. Geta ástæður fyrir því verið gamall lakkrís, of mikið bakaðar og/eða of lítið þeyttar eggjahvítur
gjörið svo vel :)
Sé að þú notar konsúm súkkulaði... Það er líka mjög gott að nota rjómasúkkulaði, þá verður þetta örlítið mýkra ;)
SvaraEyðakv, Hrönn
Kanski ansnarleg spurning EEEEEN er reiknað með 15 mín í blæstri eða bara undir og yfir hita ?
SvaraEyðaÉg nota alltaf blástur
SvaraEyða