föstudagur, 2. júlí 2010

Sítrónuformkaka með bláberjum

jahá. Einhver villa hefur birst í uppskriftinni í fréttablaðinu í dag. Hér kemur rétt uppskrift

Ath, nú eru myndir komnar með ! 

Uppskrift
1/2 bolli smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
2 tsk rifinn sítrónubörkur
1/2 - 3/4 bolli mjólk
1,5 bolli bláber, helst frosin

yfir kökuna:
4 msk sítrónusafi
4 msk sykur

Aðferð
Smjör og sykur er þeytt vel saman

og eggjunum bætt útí einu og einu í einu og þeytt vel á milli.

Eitt egg og þeyta vel 

Og annað egg og búið að þeyta vel 


Sítrónubörkur af ca 1/2 sítrónu er rifinn af. Ég elska Micro rifjárnið mitt

Hveiti, lyftidufti, salti og sítrónuberki er blandað saman við ásamt 1/2 bolla af mjólk. Meiri mjólk er bætt í ef deigið er of þurrt.
Einn dag mun ég leggja þessum bjévítans handþeytara ! 


Bláberjum er hrært samanvið með sleif og deigið er sett í formkökumót og bakað í 50-70 mínútur á 185°C á miðhillu í ofni.
Bláberin týni ég á haustin og þau sem ég sulta ekki úr frysti ég í nokkrum boxum og nota yfir allt árið


Sykurinn og sítrónusafinn er hitað yfir vægum hita þar til sykurinn leysist upp. Þegar kakan kemur úr ofni er prjóni stungið í hana á nokkrum stöðum
ok... manni líður eins og maður sé að ráðast á kökuna 


 og safanum hellt yfir kökuna

Þessi sítrónusykurblanda gerir svo sannarlega punktinn yfir i-ið


Segi enn og aftur að ég mæli með þessari mjúku, köku sem er svo fersk og bragðgóð :)

SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus6:44 e.h.

    Þessi kaka er alveg ótrúlega girnileg!
    Ég hlakka til að fara til berja í haust og prófa svo að gera svona meistaraverk :)

    Takk fyrir að deila uppskriftinni.
    kv.
    Marta Jónsd.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus6:01 f.h.

    Prófaði kökuna og setti berin frosin út í.
    Bakaði í 60 mín. sem var fulllítið.

    Hvar fæst þetta Micro rifjárn?
    Fékk minna en 1/4 tsk. úr heilli sítrónu.

    Kakan er mjög bragðgóð e.t.v. prófa ég næst að baka hana í tertuformi.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig