miðvikudagur, 28. apríl 2010

Morgunstundirnar

Morgnarnir eru alltaf svoldið kósí... Viðar vaknar alltaf á undan mér enda þarf ég bara að lufsast á fætur svona um 8 leitið en hann er þá yfirleitt farinn. Marga morgna í síðustu viku og þessari hefur hann helt upp á kaffi handa mér. Það er ekkert smá þæginlegt að skríða framúr, fá sér hafragraut með bláberjum og drekka svo kaffi á eftir... svona á meðan maður les moggann í tölvunni. Eitthvað fipast Viðari stundum bogalistin í kaffigerðinni svona á morgnana og er kaffið ýmist líkt te-i eða það þarf að skera það... svona fyrir utan að það að stundum er ekki nóg í einn bolla og stundum gæti ég boðið 3 öðrum uppá kaffibolla. En það er allt í lagi, ég fæ amk kaffi á morgnana, já, og koss áður en hann fer! :)

komin uppí skóla með minn 1/2 bolla af rótsterku kaffi (það var það eina sem boðið var uppá þennan morguninn) og hér verð ég og minn rass þangað til að umræðukaflinn verður kominn saman (úff!)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig