þriðjudagur, 18. ágúst 2009

Söngur

Stundum er EKKERT að gera hjá mér í söngnum og svo aðra stundina er helling að gera. Ekki kannski á tónlistarmannakvarða en sem áhugamanni þá er stundum svoldið að gera. 

Næst á dagskrá er 1. kóræfing fyrir kórakeppni sem verður haldin 4. eða 5. október í Vík. Þemað verður Eurovisionlög og það verður gaman að sjá hvernig þetta á eftir að koma út. Stífar æfingar verða þangað til, í Vík, Selfossi og Reykjavík.

Eftir það þá er stefnan að syngja í veislunni í brúðkaupi Ingvars og Eygló (jeij) og Ég og Hjördís syngjum saman lagið Lucky sem verið er að spila á Bylgjunni og Rás 2 þessa dagana undir fyrsta dansinum þeirra.

ef þið munið ekki hvaða lag þetta er þá er það þetta 
Fúsi spilar svo (að sjálfsögðu) undir

Ég varð svo því miður að afþakka boð um að spila gigg 5. september en þá eru einmitt RÉTTIR í sveitinni með tilheyrandi réttarballi þó að það sé nú ekki ákveðið að fara á það ennþá. 

Það stærsta sem er samt að fara í gang er að ég hef LOKSINS ákveðið að tíma því að fjárfesta aðeins í röddinni minni og ætla að fara á 3ja mánaða námskeið í Complete vocal tækninni hjá Heru Björk og hefst það í lok september. Hlakka ekkert SMÁ til þess :)

Vika í að skólinn byrjar aftur og ég er ekkert farin að hugsa um bækur enda nýbúin að ganga frá skólagögnum síðustu annar.  Síðasti dagur sumarvinnunnar var í dag og mér þakkað fyrir gott starf. Ég verð þó ekki lengi frá þar sem ég verð þarna áfram í 20% vinnu, aðra hverja helgi. 

nóg af mér í dag

kv
Ragna
SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus9:46 e.h.

    Ég er líka þvílíkt búin að spá og spegúlera að skella mér á þetta námskeið;-) Það verður náttúrulega bara geggjað sko:-D

    Katrín

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:06 e.h.

    Líst vel á þetta hjá þér stelpa
    Kv. Solveig

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus7:14 e.h.

    Gleðifréttir!! Frábært að heyra þetta :)

    Gangi þér vel!

    kv. Árún

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig