föstudagur, 10. júlí 2009

blogg...

ég ætla að hamra eitthvað hérna inn áður en það fer að líða vandræðalega langt á milli blogga. 

Síðustu helgi þaut ég á Akranes og eyddi helginni á Írskum dögum. Alger snilld. Byrjaði föstudaginn með götugrilli þar sem snæddur var humar í forrétt og síðar kjúklingur og enn síðar slatti af bjór. Ég og Katrín fór um á Mörkina sem er ennþá eini aðal pöbbinn á Akranesi og skemmtum okkur alveg skemmtilega vel við að dansa við DJ Swingmaster (haha) 

Þó svo að það hafi verið smá bjór í hægri hluta heilahvels meiri hluta laugardagsins höfðum við okkur útí göngutúr og kíktum á mannlífið og markaðinn í íþróttahúsinu með Mömmu katrínar, Ásídsi og Þóri Ísak brosbolta. 
Sem betur fer lögðum við okkur aaaðeins áður en haldið var í grillveislu nr 2 um helgina en hún var haldið heima hjá Sibbu, vinkonu hennar Katrínar og var veislan ekkert  síðri en frá kvöldinu áður. Seint og síðar meir eftir skot,hvítvín og bjór var blandað í flöskur og farið á Lopapeysuna sem er ball sem er haldið í RISAstórri skemmu og flest allir mæta í lopapeysum. Utan um húsið er vel stórt afgirt svæði með bar-tjöldum og einu uppblásnu tjaldi/kúlu með DJ sem spilaði allan tímann. Á ballinu sjálfu komu svo fram Ego, Raggi Bjarna og að lokum Sálin. Húsið var troðið en ekki samt "troðið" og allir skemmtu sér vel langt fram á morgun :) 

þessi helgi fer í næturvaktir á Slysó. vona ég af öllu hjarta að ég eigi ekki eftir að sjá ykkur þar ;)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus9:08 f.h.

    hva.... engar myndir? ;-) svo er víst búið að opna hinn barinn...... þannig að það er allt að ske í sveitinni;-) TAKK annars fyrir frábæra helgi, þetta verður klárlega endurtekið að ári:-D

    kv
    Katrín

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig