mánudagur, 28. janúar 2008

mánudagur...

og ekkert voðalega skemmtilegur mánudagur... en jæja
ég varð að komast eitthvert og hvað er þá betra en retail therapy? 
ég skrölti því í Smáralindina og vonaði að það væru ekkert allt of margir þar, þar sem ég var kannski ekki í mínum bestu fötum og með "lúkkið" á hreinu. en oh well...
þar sem ég var með alla hringana á mér þá ákvað ég að láta loksins verða að því að minnka þá. Þeir eru semsagt orðnir óþægilega stórir eftir að ég léttist svona. Ég fór því í 3 skartgripabúðir í smáralindinni og komst að því að ég gæti keypt 2 hringa í staðinn fyrir það sem kostar að minnka þá. silfurhringana 2 kostar milli 3000-3800 að minnka (stk) og gullhringinn kostar 3500-4400 að minnka.  Ég held að hugmyndin hjá pabba að lemja all hressilega ofan á þá svo að þeir klemmist bara um fingurna á mér hljómi EKKI VITLAUS núna. ég ákvað að geyma þetta aðeins og fór því í debenhams, fann þar 2 kjóla, einn sem átti að kosta 6400 og hinn sem átti að kosta 5900... fékk þá á 1000 kall stk ! 
með sérlegri kænsku kvenmanns þá fór ég semsagt að fara í smáralindina, eyða pening og komast klakklaust út, í PLÚS ! ( jájá, ég tel mér trú um það!)


SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus9:55 f.h.

    Asskotli er þetta dýrt... en flott samt hjá þér að komast út í plús hehe :0)
    Ég hugsa að þú hafir bara komist alla leið austur því litli kútur hefur gefið þér ofurkrafta hehe

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig