Laugardagur....
Við Árún kíktum aðeins á djammið í gær og mikið ósköp drukkum við !!! ég er ekki ða grínast en við töldum 19 drykki á mann sem við drukkum, hvernig er það hægt? jú ! þeir skenkja bjórinn EKKI í 500 ml glösum og einfaldur er bara 20 cl en ekki 25 cl eins og heima ! argh... ég tek með mér pela með einhverju góðu ef við förum aftur í kvöld :p
í gær gengum við af okkur fæturna... síðasta ferðin var farin í H&M, vonandi og keypt það sem ég hafði gengið framhjá og langað mjög mikið í. Ég t.d. keypti mér jakka sem ég ætla mér að passa í um jólin :p (bara venjulegur útijakki... allir hinir eru of stórir ! :( ) SVOOO keypti ég mér önnur stígvél á sama stað og hin, og þ.a.l jafn ódýr.
grilluðum í gær hérna fyrir utan alveg feikna gott lambakjöt (Palli á nú reyndar heiðurinn af því) gerðum við okkur síðan alveg súper fínar og kíktum á djammið ásamt Sigrúnu sem býr hérna í Århus líka.
heimkoma var um hálf 4 og fengum við bytturnar aðeins að sofa út og var Palli meira að segja búinnað fara í bakaríið þegar við vöknuðum
planið í dag er óplanað... :D
venlig hilsen
Ragna
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)