...bróðir minn hringdi í mig í kvöld þegar ég var á leiðinni til Víkur frá Reykjavík og spurði mig " hver er það sem er að setja í þig í þarna í Reykjavík" Ég tók varla eftir því þegar ég var allt í einu farin að keyra á 70, þó svo að ég hafi verið ný buin að fylla bílin og hætt að spara dropana sem ég var á.
Hvað á bróðir minn með að spurja mig að þessu ?! svo fór ég að heyra pískur bakvið hann og auðvitað var hann á kaffinu þegar þeir strákarnir fóru að velta því fyrir sér hvað ég væri alltaf að gera í bænum. . .
Ég vissi þá að það yrði alveg sama hvað ég segði við þessari spurningu. Þeir myndu ekki fást til að skipta um sínar skoðanir á þessu rosalega máli... Ég ætti kannski að spurja þá hver þetta á að vera svo að ég geti verið með í fjörinu :) já eða fundið kauða og heimtað mitt !!!!
á morgun er föstudagurinn 13. og ég er að vinna með 8 gashellur 2 stóra ofna og um 30 beitta hnífa... Má maður hringja sig inn veika vegna svona aðstæðna ? I have a bad feeling about this !!!! :/
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)