jæja... dvöl mín hefur verið svona aldeilis fín ! ! :D
verst er að það er bara einn dagur eftir, og þá þarf ég að fara heim aftur :/ búúúhúúú...
ég er sko aldeilis búin að æfa táraflóðið sem kemur þegar ég þarf að fara :( Skrítið... mér finnst eins og ég eigi heima hérna ennþá. Og það að fara " heim " sé að keyra heim í Weybridge og fara í herbergið mitt, fara svo út í garð og leggjast á sundlaugarbakkann. Molly litla sé heima og verði ofsa kát að fá mig til baka... ÆJ ÉG VIL EKKI FARA HEIM ! ! don't make me :(
fór til London í gær og náði að versla helvíti vel... er ekki ennþá búin að finna mér buxur sem virðast passa meira en passlega..
annars fór ég í Primark á föstudaginn og labbaði út með 3 poka og í þeim voru
ógeðslega margir hlutir ! :D ég segi það kannski seinna.. ég nenni ekki að rifja það upp hérna núna. Svo er ég búin að kaupa einhverjar gjafir :)
Græddi svaka á skóm fyrir sumarið. Var búin finna mér Ecco skó í Rvk sem kostuðu 11 þúsund en fann þá á 7 þúsund á Oxford street. ( smá gróði )
í dag fórum ég og Svenni svo í Bicester Retail Park. sem er RISASTÓRT outlet-búða-svæði.. og reyndar er þetta bara þorp !
ég fann mér kjól í Monsoon sem ég týmdi ekki að kaupa :( og 2 puma skó sem ég lét vera að kaupa :) Svenni sá um að versla bara í staðinn fyrir mig.
Á morgun ætla ég niðrí Oxford á meðan Svenni er að fljúga og versla allt það sem ég á eftir að kaupa ( eða á eftir að finna mér til að kaupa ! :) )
og veðrið ! ! ég þarf varla að byrja að tala um það :) HIMNESKT !
í dag var t.d. 25 stiga hiti og logn, þetta er örugglega betra veður en á nokkurntíman eftir að vera á íslandi í sumar ! ég veit samt ekki með brúnkuna.. það er ekki mikið um að maður verði brúnn í búðunum, ég ætla því bara að kaupa mér brúnkukrem á morgun ! haha
ég vona að þið hafið að gott á íslandi ( í kuldanum og að lesa undir próf )
ég tek svo lesturinn með trukki eftir helgi ! ( nenniði að minna mig samt á það ? )
jæja..
c ya !
*Ragna er að dreakka Breezer*
Hér er nú 10 stiga hiti og heiðskýrt. Vertu bara áfram þarna í mollunni og ógeðisveðrinu!
SvaraEyðaNei ég er EKKERT BITUR!
Ohh beiglan þín...bannað að tala um veðrið... varð alveg illt af öfund að lesa þetta hjá þér... sérstaklega því mér langar alveg hræðilega út!! En annars gangi þér vel í verslunarleiðangrinum á morgun.
SvaraEyðaKomdu með smá sól með þér..
SvaraEyðaGísli bró ætlar að senda mér smá frá dk og ef þú sendir okkur smá frá uk þá verður sjúklega gott veður hér :D
Góða ferð heim ;)
SvaraEyðaÉg vil fara í Primark!! Búhúhú :(
SvaraEyðaOhhhh hvað ég sakna London.
Gleymdu ekki vasaklutnum :P
SvaraEyða