sunnudagur, 2. júlí 2006

helgarblogg

Hæ útlendingar...

Nei, það er kannski ég sem er að verða útlendingur... enda dreymdi mig allt á ensku í nótt.

Spennó dagur í gær!!
England-Portúgal á big screen í Hyde Park ásamt þúsundum manna... á meðan Texas og fleiri hljómsveitir hljómuðu í bakgrunni. Ætla ekki að fara að skrifa eitthvað um þennan leik hérna enda þýðir það sjálfsagt ræðuhöld og staðreyndarumsu frá honum Dodda 
Aðal atriðið sem flestir biðu eftir hófst kl korter í 7, en þá steig Roger Waters á svið...
Þvílíkir tónleikar!!!
Bakraddasöngkonurnar 3 hver annari betri og roger waters heillaði alla með seiðandi glotti og bassaspili mest allan tíman, svona líka meira að segja án þess að svitna!!!
Roger tók líka uppáhaldslagið mitt “wish u were here!” Ég stóð eins og alger kjáni með tár á kinn og brosandi út að eyrum, á endanum varð ég samt að hringja í Fusa og leyfa honum að heyra ! 
Hljóðið er eitthvað sem þarf að láta fagmenn skrifa um  aldrei heyrt annað eins á útitónleikum! Þegar “Time” byrjaði var engu líkara en að maður var staddur inn í klukkuturni á risa kirkju, ljóðið kom úr öllum áttum, svo hreint, sterkt og tært, samt gat maður talað saman. Svoldið spes.
Einnig var flott þegar Roger tók “Another Brick in the wall” og þyrluhljóð voru spiluð, maður virkilega gat heyrt þyrluna nálgast úr nokkurri fjarlægð, koma yfir fólkið og fljúga svo yfir sviðið, æði!
Var ansi þreytt þegar ég kom svo heim í gær, og ekkert smá skítug.
Þetta var hróarskelduupplifun út í gegn í Hyde Park í gær! 29 stiga hiti, varla nokkur gola, grilllykt í loftinu, hasslykt í loftinu, bjór við hönd og tónlist í bakgrunninum.that’s life!!! Saknaði þó EKKI hlandlyktarinnar sem liggur alltaf yfir Hróa... jakk og ullabjakk! Þið getið ekki ÍMYNDAÐ ykkur hvað hún ógeðsleg nema að þið hafið fundið hana!Það er líka akkúrat eitt ár síðan ég var á Hróarskeldu... mig langar aftur á hróa... :(

Dagurinn í dag hefur verið rosalegur... ekki fyrir það að það hafi verið mikið að gera? Seiseinei... hitinn gjörsamlega verið að drepa mann! Vaknaði kl 10 í morgun við það að andast, eini kaldi staðurinn í húsinu sem ég gat hugsað upp var stofan, enda samanstandur hun af mörgum hurðum (já einum 6) og flísum, og alltaf frekar svalt þar inni, tölti því þangað niður, fleygði mér í sófann (þetta skal lesast út frá íslenskri tungu...  ) og svaf þar til að verða hálf 12, eða þangað familían kom stormandi heim úr sinni vikulegu sunnudagsmessu. Eftir smá grill fór ég ásamt krökkunum í sund þar sem mér var næstum drekkt enda vildi maddie hvergi vera nema hangandi utan á mér, æj þessi dúlla  á milli þess sem ég svamlaði í lauginni, skrapp ég upp á bakka og steikti mig með diet kók við hönd og patriciu Cornwell í kjöltunni, þegar mér var svo orðið of heitt, svamlaði ég aðeins aftur í lauginni og svo aftur upp á bakka...
Aulinn ég setti enga sólarvörn á mig.. hóst hóst hóst... en ég setti ofursólarvörnina p20 á mig í gær og hefur hún alveg haldið.  ég er orðin alveg tiltölulega brún, en krakkarnir eru samt að ná mér, bara eftir þennan eina dag í lauginni! Hrumpf.
Jah, ok, ég er kannski píííínku brunnin á nebbanum 
Spáin fyrir vikunar er svo svipuð og í dag, 30 stiga hiti og smááá gola, sem maður fagnar í hvert skipti sem hun kemur, ekki ða hún sé eitthvað köld. Ó neih.
Á morgun held éggsamt að ég kalli “sólarlausan” dag fyrir mig. 
Jæja, sirloin steikurnar eru komnar af grillinu hjá Rory og ætla ég inn og fá smá bita. Er með tölvuna hérna úti enda gjörsamlega og algerlega ólíft í herberginu mínu uppi.!!! Hvernig ætli nóttin verði? :/ sofa úti verður kannski málið!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig