miðvikudagur, 19. apríl 2006

Eftir...

... rúmar 2 vikur af litlu og leiðinlegu bloggi á þessari síðu hérna þá er allt á leiðinni til betra horfs. :)

sko... þá er ég bara búin að vera í heima í englandi núna í nokkra tíma og strax blogga ég eitthvað ! :)

fékk nú einhverja ábendingu að ég YRÐI að skilgreina nákvæmlega hvert ég vær eiginlega að fara þegar ég færi "heim".
því að þegar ég er að fara "heim" þá koma nokkrir staðir til greina...
Heim til Weybridge
Heim til Víkur
Heim til Reykjavíkur

ég á náttúrulega alveg rosalega auðvelt með að gera mig heimakomna og finnast mitt heimili vera bara þar sem ég bý!
ég ætti ekkert erfitt með að eiga heima í tjaldi ef því er ða skipta :p


það hefur ekki mikið breyst hér í Englandi. Ferðin frá Gatwick gekk vel, tók lest í átt að london, og skipti þar svo um lest og fór til baka í áttina heim.
hér eru öll tré að verða laufguð og vitiði hvaaa... yfirbreyðslin er farin af sundlauginni... næstu viku verður hún að hreinsa sig sjálf og við þurfum að ryksuga hana eitthvað. Svo þegar það hitnar aðeins meira, þá verður kveikt á hitunargræjunum.
vona ða það sé ekki allt of langt í það, og það spáir 17 stiga hita á laugardaginn!!!
vúúúhúú

annars átti ég frábæra tíma á íslandi! en ekki hvað
ætla að taka þetta aðeins á stikkorðunum...

-sá loksins litlu prinsessuna þeirra Árúnar og Palla
-fór til víkur og vann smá á Höfðabrekku
-söng í skírninni hjá prinsessunni sem fékk það fallega nafn Thea Mist og fúsi spilaði undir.
-datt ALL hressilega í það á kaffinu og það 2 sinnum !!!!
-........
-fór á ball á hvolsvelli.. úff...
-borðaði páskaegg ! :)
-eyddi smá tíma í æðislegu íbúðinni minni í bænum ... :)
-fór í langs sightseeing ferð með Ayu og Sveppa í kringum víkina
já ég gerði alveg helling meira, minnið er eitthvað lélegt :)

jæja. mín vegna ætla ég að fara að skrifa meira á síðuna svo ða ég hafi einhverjar niðurskrifaðar heimildir um líf mitt :D

that's all folks
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig