sunnudagur, 26. febrúar 2006

Þrífa

Það er ekki af nauðsyn, heldur en af illri nauðsyn...
Var eitthvað pirruð á blett á glerborðinu sem að tölvan stendur á hliðina á sjónvarpinu, náði mér í tissjú og nuddaði og nuddaði... svo veit ég ekki nema að það heyrist allt í einu hátt KRAAAAASSSSH og svo SKOPPSKOPP og aftur KRAAAAASSSSH (þetta er hljóðið þegar glerkertastjaki dettur ofan af sjónvarpi, splundrast hálfur á glerborðinu, skoppar þar 2 sinnum og svo sprundrast hinn helmingurinn á gólfinu fyrir neðan)

Hef líkast til verið of æst í að nudda og hrist hann af sjónvarpinu með fyrrgreindum afleiðingum.

Glerbrot voru því út um allt.. og meira að segja í hárinu á mér.
Engar áhyggjur, ég er ómeidd :)

Lítið merkilegur dagur í dag.

Hef ekkert séð familíuna... lengi vel var hundurinn ekki einu sinni heima, en þegar ég skrapp í bað var hundurinn kominn heim. Familían er ennþá ekki heima... Ég ákvað að svelta ekki alveg fyrsta að það var greinilega ekkert sunday roast og eldaði mér ÓGEEEEÐSLEGA góða kjúklingabringu með hot and spicy karrýsósu. namm...
mar reddar ser þó að það sé ekkert til!

Ég er farin að verða ansi dugleg að blogga...
Þau verða samt bara styttri og styttri fyrir vikið.
Voru orðin ansi löng þegar ég var bara að blogga á 2-4 daga fresti!

Þið verðið þá bara að vera duglegri að kíkja :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig