stutt blogg... engar aðvaranir :D
hver ætlar að standa úti á velli með Valentínusarkort og far í bæinn á miðnætti þann 14. feb?
annars tek ég bara rútuna, er nú ekkert mál samt, hefur enginn dáið við það svosem...
kortið er líka alveg ákvörðun aðilans sem mætir...
það fer nú samt að koma að tímanum sem ég á að fá fyrsta kortið mitt... þá tel ég ekki með kortin frá vinkonum :)
Á leiðinni heim var Edward uppfullur af einhverri talnaspeki sem að kennarinn hafði verið að kenna honum.
Með því að taka afmælisdaginn minn, leggja við mánuðinn, draga frá tugnum í árinu og deila í eininguna í tugnum (eða einhvern fjandann!) fékk hann út töluna mína.....
sem var 7!
mér fannst það bara fín tala og sagði honum það.
Þá leit hann á mig svona líka GRAF alvarlegur og mikið niðri fyrir og sagði
"Ragna, that means that you're a loner"
ég vissi ekki hverju ég átti að svara.. nema að ég hugsaði... FJANDINN... þetta er dauðadæmt
meira að segja tölurnar segja það.
ég vildi samt ekki vera nr 1, því að hann er pirrandi og yfirþyrmandi.
gerðum saman kornflekskökur ég og krakkarnir svo þegar við komum heim og að lokum eldaði ég kjúklingabringur fyrir þau.
á morgun er það fyrsti dagurinn sem barnapía Andrews. fjandinn.. mig grunar að það verði 2 tímar af gráti, en sjáum til.
óver and át!
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)