mánudagur, 20. febrúar 2006
afmælispartý, þorrablót og heimferð
Já, mjééén ég nenni eila ekki að blogga þetta allt.. en ég hlýt að hafa þetta.. stikla bara á stóru
AFMÆLI
Hélt upp á afmælið mitt heima í Reykjavík, fullt af vinum mínum komu og mjöööög gaman að sjá þá alla! :)
sumir voru mis fullir og fékk einn aðal vinning kvöldsins... þeir vita hver það var sem voru þarna.
Eftir að hafa bragðað á bollunni (sem ég taldi nú vera næstum OF mikla enda rúmlega 7 lítrar og heil vodkaflaska ásamt einum fjórða Archers.) fóru gestirnir að streyma að. fékk SNILLDAR gjöf frá vinkonuhópnum... :D á miðvikudagskvöldið var uppáhalds setningin mín nebbla"ég á ammæli" og var öllu reddað með þeirri setningu. Svo sér mar hvað stelpur eru sniðugar að pikka út hluti með þessu hérna fyrir neðan :)
Fékk líka 2 kampavínflöskur, franskan eftirrétt (nammi namm) og slímfroska sem velta niður vegg... hmmm
Takk krakkar!! :)
Svo um 12 fóru einhverjir niðrí bæ og ég, Katrín, Rúna, Hugborg, Hrönn og Oddný skunduðum á í svörtum fötum ball.. Þeir svíkja nú aldrei neinn!!! alveg glimrandi stemming og maður var ennþá með ballprógrammið nokkuð á hreinu, þó að ein í hópnum virðist vera með það meira á hreinu en ég :)
Ég varð alveg eitthvað furðuleg á tímabili og þá fæ ég líka þessa líka SNILLDAR hugmynd eftir eitt símtal... að drífa mig heim! uuuu... eða svona næstum, koma smá við niðrí bæ.
Skellti mér á Celtic til að rifja upp gamla tíma og tók aðeins í MIC-inn niðri hjá Spilafíklunum og hristi nokkra út á gólf.
skrapp svo aðeins yfir á Hverfis þar sem mér finnst bara formlega ekkert að djamma og svo skrapp ég í 1 mín niðrá hressó, keypti mér langþráðan fyllerís Hlölla og skrölti heim með góðri hjálp Edda litla.
gáði ekki á klukkuna þegar ég kom heim en vissi að ég yrði að vakna snemma enda átti ég sérstakar erindagjörðir á æfingu hjá Þorrablótsnefnd í Reynishverfi.
Þorrablót
Hausinn á mér var afar furðulegur þegar ég vaknaði, ég titraði og skalf og var ekki alveg með sjálfri mér
skil bara ekki af hverju??? hmmmm
Stoppaði á selfossi og neyddi ofan í mig einum litlum Subway og brunaði áfram þangað sem för minni var heitið... á Eyrarland.
Málið var nefnilega þannig að Mamma, pabbi, Halla Rós, Björgvin, Reynir og Kristín voru í nefnd og voru með Eursovision/jarðgangna þema á blótinu og ÞEIM fannst það ANSI sniðug hugmynd að fá mig sem "leynigest" og leika silvíu nótt og syngja í endann á blótinu inn nýju nefndina sem tæki við fyrir næsta þorrablót. Magnús Kjartansson var svo fenginn til að búa til Backing-track sem var ALVEG eins og lagið, snillingur þessi maður og hans hljómborð...hann fékk þó lánaða nokkra búta úr laginu í bakraddir og svoleiðis.
Ég neitaði að klæða mig eins og Silvía nótt en þá var mér sagt að ég yrði bara með STJÖRNU. . . jká og barasta vera með hana allt kvöldið... hmmm... en .. ég setti þá fram þá snilldar ákvörðun að setja stjörnu á alla hina. Það var því full vinna með því að drekka að mála á alla bleika glimmerstjörnu! já, karlmennina líka.. ég SVER að ég tek pabba minn aldrei alvarlega aftur eftir að hafa málað hann, eyeliner og allt!! :)
Þorranefndin stóð sig bara með stakri prýði þó að pabbi hafði fengið gleymskukast í miðju atriði en það var vist ekki aaaalveg honum að kenna, enda ekki með rétt handrit!! :)
Silvía nótt atriðið tókst vel, en hefði verið til í að vera meira full...
Málið með að verða EKKI full þetta kvöld kenni ég kvöldinu áður um...
Eftir 9 bjóra... já! aldrei drukkið jafn mikið, og 4 glös af K&K (kaptein í kók) var árangur ekki sem erfiði og ég svona næstum gafst upp.. ég var nú alveg tipsy, en ekki jafn rallandi full og allt þetta magn hefði átt að orsaka...
dansaði svo af mér lappirnar og snérist hring eftir hring í faðmi annars hvers bóndans, næstum því farin að fíla það að vera í hælum og í kjól! :)
Magnús Kjartansson kallaði mig upp á svið nokkrum sinnum til að synga með sér og söng líka fyrir mig og Jón Hjálmars afmælissönginn...
Tók með honum Til hamingju ísland í öll 3 skiptin, en svo auðvitað Nínu (klám og ekki klám), Gleðibankann (já ég vissi ekki að ég kynni það) og svo var eitt annað minnir mig.. man það ekki akkúrat núna... nei.. ég tók nínu tvisvar,, rétt!
tók svo sætaferðina heim og var komin upp í rúm rétt rúmlega 5.
Ferðin heim í gær var dauði og djöfull....
í fyrsta lagi var þetta ammilisdagurinn minn... og ég er óskaplega mikið ammilisbaddn svo að þetta tók á, að vera bara ein og með engan góðan vin eða fjölskyldu hjá sér, en án efa var helgin alger snilld!
var alveg voða lítil í mér og þreytt á leiðinni í bæinn á Trausta (ekki með vott af þynnku) tók svo leigara út á BSÍ og svo rútuna, hefði varla meikað það að segja bless við einhvern úti á velli...
varð allt í einu voða erfitt að fara heim til Englands aftur, en ég var alveg svaka þreytt og ósofin eftir mikið djamm í 2 daga svo að hausinn var ekki alveg í lagi..
Tók bara með sólgleraugu svo ég gæti falið rauð augun og náði að dotta aðeins í vélinni.. svo tók við dauðinn.. Engar lestir með STansted express svo að þar beið mín rúta í rúma klst (2. rúta dagsins) hún stoppaði á Liverpool street, svo að ég þurfti að taka 2 neðanjarðarlestir þaðan, Northern line lestin var ekkert að láta sjá sig og loksins kom ástæðan, það kom lööööng lest með möl og drasli framhjá og svo stuttu eftir kom rétta tubið.
þegar ég var komin á Waterloo station, þaðan sem ég tek hálftímalöngu lestarferðina heim sagði maður mér það að lestarteinar væru lokaðir og ég þyrfti að taka lest á eina stöð (korter ferð) og taka svo RÚTU (já, einmitt nr 3 þann daginn) í 50 mín og þá væri ég komin á Weybridge lestarstöðina mína...
var orðin svo þreytt og ónýt að ég gat ekki einu sinni pirrað mig yfir þessu...
Rory kom og sótti mig eftir þetta 11 tíma ferðalag heima beið mín svakalega sætt skreytt hurð með blöðrum og Happy birthday blaði frá krökkunum og 3 pakkar sem í voru 3 Dior mini ilmvötn, bók sem heitir á frummálinu "why men don't listen and women can't read maps" 6 pack af toblerone, 2 sæt kort og 12 rósir.. Bjargaði alveg deginum að fá svona sætar gjafir.
lagðist svo í kör og dó!
set inn hérna loka myndina af fjölskyldunni á þorrablóti eins og sjá má, var bróðir minn ansi hneykslaður á okkur... (myndatökumaður á svart/hvítu myndunum -Sævar augnablik.is/saevar)
©
Ragna.is
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)