enjoy
Já svo virðist sem að ég hafi lifað af jólin hérna úti, but don't hold your breath... það er ennþá annar í jólum eftir... :D
Lenti á svaka djammi á Þorláksmessu.. ætlaði aðeins út með vinkonu minni / Vaidu, kíkja á einn pöbb og vera komi heim á skikkanlega góðum tíma.
Vorum komnar á Vine um hálf átta og skelltum í okkur 3 bjórum.. um 9 var okkur farið að leiðast enda sátum við þarna og störðum í botnana á glösunum sem voru orðin, já eins og ég sagði, 3.
Fengum þá hálf geðveika hugmynd, að skella okkur til Kingston sem er heil lestarferð og strætóferð og tekur um hálftíma að fara með þessum fararkostum... og ekki nóg með það, við þurftum að labba í hálftíma til að komast á lestarstöðina :)
En þetta gerðum við og skemmtum okkur ógeðslega vel...
staðurinn fullur og ógeeeeeðslega mikið af sææææætum strákum... jimundur minn... mar gat varla dansað án þess að slefa ekki svo mikið að maður dytti á sleipu gólfinu.
það voru líka um það bil 70 % þarna inni strákar svo að maður hafði í nógu að snúast... ef þið vitið hvað ég á við.. ;)
neinei.. don't get too carried away...
var svo komin heim með kebab í annarri og lykilinn að útidyrunum í hinni um hálf 4 ... alveg á sneplunum...
var svo alveg hress og kát þegar ég vaknaði um hádegi... Maddie stóð niðri alveg gapandi yfir hvernig í ósköpunum ég gæti sofið ALLAN daginn!! :D
Aðfangadagur var viðburðarlítill... eins og ég segi þá svaf ég alveg til 12 og það var enginn möndlugrautur sem beið mín, var reyndar lambalæri í hádegismatinn kl 2 eins og helgarhádegismatartíminn segir til um. og svo var lítið gert... ég hófst handa við að lesa bókina sem ég fékk í skóinn frá kertasnýki en það var svona líka alveg ggríðar spennandi bók eftir Patriciu Cornwell... gerði þó stutt stopp á lestrinum upp úr sex til þess að setja íslenskan jóladisk í græjurnar og sjóða mér pulsur :D sat svo uppi í rúmi hlustandi á "það aldin út er sprungið" smjattandi á ss pulsu :)
kláraði svo bókina um nóttina og var vakin af krökkunum kl 7 og þau voru búin að kíkja í jólasokkana sína, Father Christmas var búinn að drekka allt viskíið, rúdólf var búinn að NARTA í gulræturnar og hann skildi eftir bréf... þau voru alveg himinlifandi!!
Maddie fékk nýja nintendo advanced og Eddie fékk PSP og 2 leiki ásamt fullt af smáhlutum...
borðuðum svo morgunmat og settumst saman um hálf 9 leitið og opnuðum alla pakkana
ég fékk alveg ótrúlega fínar gjafir ... og gaman að fá pakka líka
-nýtt úr frá mömmu og pabba
-hálsmen frá mömmu og pabba
-írafárdiskinn frá brósa
-hálsmen frá brósa
-fuuuulllt af spennandi hárvörum frá Þorbjörgu og Hildi, og þá meina ég fuuuulllllt ( líka tösku :p) -gerviaugnhárasett (2) og lím
-hárblásara frá ömmu og afa á sunnubraut.
-kerti og glerkertastjaka frá maddie og eddie
-bókina - 101 things to do before you are old and boring frá father christmas
-scented kerti með róandi lykt ( hann veit að það er erfitt að passa krakka :) )
-englabangsa og kerti frá Ninnu í dk
-spil frá ömmu (krakkanna), kannist þið við Mancala ( the ancient strategy game.?)
-og svo fékk ég matreiðslubók með Gordon Ramsey (Hell's Kitchen kokknum) hann er búinn að vera með þætti hérna úti sem heita "the f word" og ég og Mary Ellen erum búnar að liggja yfir...
hana fékk ég frá familíunni..
-svo fékk ég frá bróður Rory og konu hans Karen þýskt súkkulaði.. NAMM
kl 10 skellti ég mér í Kaþólska jólamessu... ( veit nú ekki alveg hvort að það sé leyfilegt... svona þar sem að ég er Lútherstrúar og allt það... en uuu.. þetta er nú allt sama bókin? ))
var ansi skrautlegt, mikið sagt praise the lord og kropið niður af og til... voða flókið sko...
kirkjubekkirnir heima eru sko algert himnaríki á jörðu miðað við þessa sem við sátum á í dag. Það er því ekkert skrítið að presturinn var alltaf að láta okkur standa upp og setjast aftur, hann hefur sjálfsagt séð píningarsvipinn á söfnuðinum... og örugglega til ða krydda upp á þetta lét hann okkur krjúpa svona upp á kúlið :D
Eftir messu fórum við í jólaboð til bróður Rorys og borðuðum svaka góðan mat og eftirmat og drukkum kampavín.. var komin heim svo um 6 leitið. krakkarnir gista þar svo í nótt...
Hef ekkert meira að segja ...
en ég átti góð jól og er nú að koma heim á morgun!!! :D
vúhú!!
þið fáið því pakkana ykkar aaaalveg bráðum :p
og ég mína :)
skemmtilegt að segja það að þar sem að líkaminn minn hefur komist að því að ég er að koma heim á morgun þá hefur hann pantað hálsbólgu, og ykkur til skemmtunar yfir vitneskju þess, þá er pöntunin ennþá að berast :))))
C YA !
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)