Jæja, hvar skal byrja.....
Það er allavegana kominn tími til að fara að skrifa þetta niður loksins...
Svona svo að ég gleymi ekki miklu úr þá er ég með iPodinn minn hérna við hliðina og í honum eru allar 424 myndirnar sem teknar voru á ferðalaginu mikla!! 424 myndir er alveg slatti J en það er bara gott ! :D
1. dagur... .28. júní 2005
Ég var að vinna kvöldið áður alveg til 9 en búin að pakka mest öllu niður, jah, jú, ég var búin að pakka öllu niður, ég var svo pollróleg yfir þessu öllu saman að hálfa hefði nú verið nóg, ég held að það hafi eiginlega verið vegna þess að ég var ekki búin að fá miðana í hendurnar, og þegar ég tala um miðana, þá er ég að tala um allt heila klabbið!! Ég var ekki komin með hróarskeldumiðana,VIP miðana og þar að síður flugmiðana... Hulda var samt með þá, vonaði ég J enda hafði einhver fundur farið fram á mánudeginum (deginum áður) uppí Egils þar sem hún tók umslagið mitt ásamt sínu.
Fúsi fór á sínum bíl og ég fékk nú af einstakri góðmennsku hjá honum að fljóta með! Ásamt öllum mínum farangri! Ó nei, ekki sjá fyrir ykkur 5 töskur! Ég pakkaði sparlega og var viðbúin öllu, (kannski aðeins og mikið viðbúin rigningu en ekki góða veðrinu sem var svo allan tímann!) ég var bara með einn 65 lítra bakpoka og svefnpoka.. bjartsýni að fara með svefnpoka til DK sem þolir -30 gráður ... hehe, ég hefði bara átt að vita hvað var í vændum. Já, semsagt bara 2 hlutir! Ragna snilli! J og meira að segja, þá var svefnpokinn festur utan á bakpokann, verst hvað hann var FJÁRI þungur, ef ég passaði mig ekki þegar ég sveiflaði honum upp á bak þá þurfti ekki mikið að fara úrskeiðis svo að ég endaði eins og skjaldbaka, semsagt með alla arma upp í loft og afvelta ofan á töskunni liggjandi á bakinu J endilega myndskreytið, hehe.
Þegar við vorum komin í bæinn og upp í íbúð kíktum við smá á skjá 1 sem er nú svaka lúxus! J ákváðum samt að skríða í bælin snemma enda meeting point úti í flugstöð kl hálf 6 þar sem við áttum að hitta Huldu (miðaberann fræga) og Ella sem fékk þann heiður að láta Huldu bjóða sér. Einar bróði fúsa var voða góður og skutlaði mér og Fúsa og líka henni Jóhönnu sem var að fara í heimsókn heim til sín til Svíþjóðar á sama tíma og gisti heima líka. Á leiðinni reyndi ég að hringja og hringja íHuldur ofur miðapassara en nei... hún svaraði mér ekki, mín orðin smá stressuð þar. Hún hafði kannski sofið yfir sig!! ?? allir verstu möguleikar svifu fyrir augunum á mér. Ó boj ó boj. Þegar klukkan var svo orðin meira en hálf 6 fór mér svona pínu meira að hætta að standa á sama... en þá spottaði ég Ella þarna fyrir utan að reykja og heilsaði upp á hann, þar sagði hann mér að hún Hulda snillingur hefði glemt miðunum í REYKJAVÍK, hún nebbla gisti í Vogunum... en andið rólega, helvítið var bara að plata!! Urg, ég hélt að það væri bara ég sem gæti mögulega verið það nasty að ljúga að einhverjum... ehe.
Hulda semsagt mætti galvösk og við töldum niður mínúturnar í fyrsta bjórinn sem beið okkur handan hliðsins. En bíðið aðeins! Smá babb í bátinn eftir! Við öll svaka spennt biðum í 3 daga röð eftir að komast í check in., þegar loksins kom að okkur 4 (mér, fúsa, Jóhönnu og Huldu) fengum við fúsi vægast sagt KALDA tusku framan í okkur, kipp í hjartað, tókum andköf, táruðumst, skulfum... já hvað haldiði! Konan réttir mér miðana okkar aftur og segir, “þið eigið ekki pantað flug fyrr en á morgun” já, skiljiði núna af hverju við fengum þetta rosa sjokk! Enda KOMIN frá Vík, ready steady og allt, en nei! “við eigum ekki pantað flug fyrr en á morgun!”
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)