laugardagur, 2. apríl 2005

hósthóst

djö hósti, hann er alveg að gera mig brjálaða.
Heilsan er öll að skána og ég enn í útivistarbanni, halda margir að ég sé að deyja... nei, þetta er bara smá bronkítis með aukaverkunum, ekkert fengið neinn voða hita, nokkrar kommur um daginn sem pirruðu mig ekkert voða mikið.
anyway, þið sem eruð búin að afreka það að lesa allt um páskafríið mitt hér fyrir neðan hafa kannski áhyggjur af því hvað ég drekk mikið, réttara sagt kannski, hvað ég drekk oft!!
það skal hér með tekið fram að einungis 3 fyllerí af 7 voru skipulögð, hin bara "skeðu" og ég ekki einu sinni með mitt vín... Satt að segja fannst mér þetta sjálf mjög miki (eeeeeh) og tók þvi svona til gamans próf á doktor.is um áfengisneyslu.
Nú er ég formlega hætt að hafa áhyggjur af mér því að ég er ekkert sjúklegt dæmi og fékk þessa niðurstöðu Að því er virðist átt þú ekki í miklum erfiðleikum með áfengisneyslu þína, en gætir þó haft gott af að draga úr henni. HEHE, like I didn't know that!

Hringdi í mig gaur áðan frá Þýskalandi, vildi endilega fá mig sem au pair... og hann talaði enga ensku! ég samt talaði við hann á ensku og þetta komst allt til skila, ég semsagt sagði honum að ég væir að fara til Ástralíu í nóvember. en haldiði ekki bara að gaurinn sé orðinn obsessed! hann sendir mér email um hæl með upptalningu hvað það væri miklu betra fyrir mig ef ég kæmi til þeirrra :) hehe, ekki sjéns!

vaknaði snemma í morgun, FYRIR hádegi semsagt :) magnað alveg hreint. skaust fram í eldhús og ætlaði að kveikja á kaffivélinni en eftir eitt skref inn á flísarnar uppgötva ég það að ég stend í ísköldum polli, eitthvað furðulegt það... tók mig smá tíma að átta mig á hvaðan í ósköpunum þetta gat hafa komið... en komst að því á endanum, ísskápurinn steindauður! og búin að afþýða frystirinn á svona líka professional máta :) um leið og ég klappaði ísskápnum hrökk hann samt í gang aftur og er nú í gjörgæslu, hvað er betra á morgnana en að standa í náttkjól og nærbuxum að skúra upp vatn í eldhúsinu, já, segið mér það?!
hehe

Aldrei að vita nema að ég eldi eitthvað í kvöld, hver vill koma???

-einmanna kjúklingur
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig