miðvikudagur, 2. febrúar 2005

noh! bara kominn febrúar!

Fékk smá ábendinu að ég hefði ekki bloggað síðan í janúar! :)
Bæði mikið og lítið hefur á mína daga drifið síðan síðast.
Fimmtudagurinn að vonum rólegur eftir miðbæjarrottuganginn en fór með Svenna og Kalla eitthvað að sleðast uppí Polarisumboði þar sem við enduðum á að fara upp í Mosó heim til Skúla frænda hans og horfa á American Idol á meðan Eiki og Gummi gerðu við fyrrverandi sleðann hans Gumma, sem samkvæmt honum er víst flottasti sleði sem framleiddur hefur verið!:)
Endaði svo í spjalli úti í bíl í skuggalega langan tíma, eða alveg þangað til að ég skreyddist heim.

Mamma og pabbi komu svona í fyrra fallinu á föstudaginn og fúsi svo seinni partinn. Ég keypti mér loksins MIC stand!!! úllallaaaaa! Borðuðum hamborgara heima og fórum svo og stilltum upp, uppi.
Höfðum þar rosalega rólegt og horfðum á einhverja bíómynd á RÚV sem var ekkert svo slæm, en ekki það góð að ég muni nokkuð um hvað hún var ;)
Kl 12 var svo hringt í okkur og sagt að við ættum að vera niðri!!! og við búin að stilla öllu upp uppi og sándtékka. ó boj. Skunduðum því af stað niðureftir þegar Ragna var búin að bjarga lúkkinu og hentum draslinu niður. Við höfðum aldrei verið þarna áður, svo að þetta var pínu spennó Verst var að við erum náttla bara með einn gítar og mig, með tambúrínu svona af og til svo að þéttleikinn er ekkert rosalegur og ekki beint það dansvænasta. Góð stemming náði samt að skapast svona til 3 og stóðu Pítustelpurnar sig með príði að hvetja okkur áfram, alveg grúbbpíur í hæsta gæðaflokki. Eftir það var bara dáner. Ekkert fólk, og fólkið sem var, var einhvernveginn allt úr einhverjum steypuskála, alveg rosalega drukkið og leiðinlegt og bað um "ég var að moka steypu" ALLT of oft!!! urg.

Planið var á laugardaginn að sofa ÆÆÆÆRLEGA út, en neeeei, það tókst ekki og var vöknuð fyrir hálf 2. Og okkar beið súpa frammi, fínt að hafa svona mömmur í heimsókn. Tókst að gera EKKERT á laugardaginn, nákvæmlega ekkert, þvííílík leti!!!
Mamma, pabbi og Þráinn röltu svo samferða niðri bæ og settust í eitt hornið niðri, var nú lengi vel að vona að við fengjum að vera uppi því að þeir sem voru uppi voru orðnir 2 aftur, ekki bara einn gaur eins og kvöldinu áður.
En, maður verður bara að taka því sem ber upp á góma og náðum að redda þessu, fleira fólk þetta kvöld, og meira stuð. Svo varég ekki aaaalveg jafn þreytt.

Planið á sunnudaginn var það sama og á laugardaginn að sofa ÆÆÆÆRLEGA út, en neeeei, vaknaði aftur snemma. Sem varð til þess að é gmissi meðvitund fyrir framan sjónvarpið seinna um daginn, þangað til að Fúsi varð að fara og við tókum draslið okkar saman niðrá Celtic Cross.
Þarna var helgin búin, en NEI, til eru ákveðnir aðilar sem geta hresst mann við svo um getur, og er það fólk í gullflokknum mínum.
Svenni hringdi og sagði að ég væri að koma upp í bústað með Eika og Sunnevu, en þau voru að fara að kaupa mat, ég auðvitað sló til og eftir smá töf og bið (þau lentu í krapapitti sem þurfti að klofa upp í mitti!) fór ég upp í Mosó og Eiki sótti mig þangað, Sunneva hafði þá farið baka upp í bústað með Svenna. Bíllins hans Eika var ekki alveg að meika ferðina en hann lifði það af og við klæddum okkur í og röðuðum draslinu á sleðann. fékk skíðagleraugu til að drepast ekki og hann sagði mér að halda fast! jájá, auðvitað, hvað annað, hugsaði ég teygði aðra hendina upp að höfðinu til að setja á mig gleraugun. í sömu mund lagði Eiki af stað og ég bara hreinlega varð eftir.! sat bara í snjónum!! hehe, seinni prufan gekk betur og við enduðum í heitum kofanum innan skamms.
Á matseðlinum var ofnbrauð með skinku og pulsur, spiluðum svo Hættuspilið sem svo sannarlega er stórhættulegt, svona upp á vinskap að gera.
sunneva vann það spil svo sannarlega og fórum við svo i Trivial Pursuit, þar sem 2 lið voru skipuð, Eiki og Sunneva vs. Svenni og Ragna, hver haldiði að hafi unnið?? :) jú, auðvitað seinna liðið, og jafnframt það betra! veit ekki hvort að ég eigi að taka eitthvað credit ?? :)

Svaf mjög vel, eins og ég geri alltaf þarna og vaknaði ekki fyrr en seint og síðar meir. Tókum til og brunuðum svo upp að bílnum á sleðunum. á leiðinni í bæinn var bíllinn ennþá eitthvað hálf furðulegur og svo stoppaði hann alveg, sendibílsstjóri stoppaði svo Eíka og sagði að það kæmu eldglæringar úr húddinu, við skoppuðum öll úr bílnum og eftir smá tjékk virtist allt vera í lagi og mér var skutla ða Trausta litla, sem stóð ennþá, aleinn og rennblautur hjá KFC..
Fór heim, og í sturtu og svo mættu Svenni og Sveppi með Dómínós, fórum upp í Faxa, borðuðum ís og horfðum á DVD.

í gær náði ég að redda 10 miðum fríum á nýju Versló sýninguna og bauð með Ellý, Bjögga, Orra, Þórunni, Svenna, Árúnu, Hildi, Þorbjörgu og Gunnari.
mjög góð og kraftmikil sýning.... mæli með henni.

Djö, maður verður að vera duglegri að blogga, svo að þetta sé ekki svona mikið þegar maður svo loksins nennir því! hehe
reyni...


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig