ég verð stundum soldið pirruð, og svo get ég stundum orðið ill, ég einmitt verð fááááranlega ill þegar að fólk tekur vinstri akgreinina, reynir að REMBAST til að gefa í og SVEIGJA svo fyrir mann þegar vinstri akgreinin rennur saman við hægri!
Þessu lendi ég í svona annan hvern morgun þegar ég fer í skólann þarsem að Langahlíðin breytist í eina akgrein áður en keyrt er inn á hringtorgið, GRRR.
Þeir sem þekkja mig vel og vita hvernig ég bæði lít út og er í fasi á morgnana þá gæti þetta grey fólk sem þykist vera voða að flýta sér með því að svindla svona framúr eða SÉR bara ekki skiltið af því að það er eitthvað umferðalega"fatlað" þá er þetta fólk ekki í býsna góðum málum ef ég verð ill!
Grrr
Dagurinn í dag í skólanum var ansi spes, fyrsti tími var í jarðfræði þar sem við horfðum á plánetu DVD mynd eitthvað.... Annar tíminn var íslenska þar sem við töluðum um hvaða sýningu við ætluðum að fara á næst í leikhúsi og fengum að fara snemma. 3. tíminn var enska 483 þar sem við byrjuðum á að horfa á Citizen Kane sem er víst eitthvað snildarverk í kvikmyndun, og svo einfaldur glósutími í líffræði. Semsagt, gerði ekki SHIT, en það er ágætt ;) svona stundum allavegana.
Kvöldskólinn var mjöööög áhugaverður, jah, kannski meira svona frekar skrítinn.... :)))))
og svoooooo... þá luma ég á frétt, sem er voða spennandi, ég ætla samt að láta ykkur bíða aðeins lengur. en þið fáið að vita þetta fyrr en varir.
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)