Það liggur við að hárið á mér ætli ekki að ná að límast niður attur eftir þessa miklu rokhelgi.
Skellti mér svo eftirminnilega á djammið á laugardaginn að það var næstum mitt síðasta og lenti á endanum í eftirpartýi með 80 % stroh út í kók í annarri og... ég man ekki hvað var í hinni... :) endaði á að rata so ekki heim og skreið því upp í rúmið mitt kæra um 10 morguninn ettir :)
Ritgerðarskrif voru allsráðandi svona það sem eftir var helgarinnar og átti mánudagurinn að fara í það líka...
gott plan? :)
en mjén.. það var komið svoooo vont veður á laugardaginn að það var alveg rosalegt. bílar foknir, hús horfin og rúður í molum í öðru hverju bílastæði í víkinni.
Ég bara lokaði grey trausta inni og játaði mig veðurteppta um kvöldið... Ég færi víst ekki fet þegar það voru 50 m/s undir fjöllunum.
Reyndi samt með bjartsýni að rjúka fram úr rúminu kl 5,30 og tékka á veðrinu svo að ég gæti brunað beint í skólann... en neehei. ennþá of mikið rok, eða um 45 m/s í kviðunum... :/ ennþá of mikið rok fyrir hann litla Trausta.
Rafmagnið ákvað nú svo um hádegið að fjúka út í veður og vind líka svo að það var ekkert ryksugað, ristað brauð, poppað popp eða hvað annað heimskulegra sem mér datt í hug að gera.
Kíkti því bara út á höfðabrekku og fékk að vinna... :)
Kvikmyndaliðið var allt í fríi vegna veðurs og heimtaði mat kl hálf 6. humm... það var samt ekki að skilja, að ef það kæmi ekki rafmagn kl 4 þá væri bara hreinlega ekki matur kl hálf 6. :)
En eftir allt þá kom rafmagnið og matur framreiddur fyrir allt þetta fólk.
Náði meira að segja að spjalla við átrúnaðargoðið hennar Ingibjargar, hann Gerard Butler.
Samtalið fjallaði samt eitthvað meira um karrýfisk og kjúkling en stefnumótið sem ég var að bíða eftir. :)
Eftir launaútborgun spjallaði ég við hættulegu leikarana(áhættuleikararnir) og endaði á að horfa á einhverja mynd með þeim upp á hóteli. Það sem þeir gátu bullað.... það lá við að ég gæti ekki svarað fyrir mig... ótrúlega skemmtilegir.
Þegar myndin var búin sá ég að það þýddi ekkert annað en að drulla sér bara sem fyrst í bæinn því ég myndi ALDEI meika það að vakna kl 6 og lagði því að stað um 12 og var komin svona eitthvað um 2 eftir örugga fylgd sjúkrabílsins frá Vík. : )
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)