Þetta er tekið upp úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar :
"Hörgslands-Móri:
Draugur sá er austur á Síðu í Skaftafellssýslu sem kallaður er Hörgslands-Móri eða Bergs-Móri. Hvorki er það af því að hann væri upphaflega sendur að Hörgslandi né séra Bergi sem hann er nú kenndur við, heldur er hann svo kenndur af því að hann þykir fylgja Nergsætt, en séra Bergur var síðast á Hörgslandi, en upptök draugsins er lengra að rekja og eru því nokkuð óljós.
Svo er sagt að prestur sá var í Arnarbæli (1676-89) er Oddur hét og var Árnason, kona hans var Katrín. Sagt var að prestinum í Arnarbæli hafi fundið það óskemmtilegt að kona hans hafði áður verið lofuð manni en brugðið við hann eiginorði, fyrir því hafi henni verið send sending frá manni sem hún sveik. En það var hundur einn kallaður Móri sem átti að ásækja hana og niðja hennar í níunda lið.
Bergur hét einkasonur þeirra Jóns prófasts og Katrínar er síðast var prestur að Kirkjubæjarklaustri, en bjó á Prestbakka og Fossi, en seinast var hann á Hörgslandi ig dó þar. Hann átti margar dætur og fylgdi Móri þeim öllum og flygir enn, að því sem orð leikur á er hann nú kominn í þeirra fimmta lið og hefur hann fylgt þessum ættlegg frá Katrínu langalangömmu þeirra systra þó ekki kunni menn sögur af hreystriverkum hans meðan hann fylgdi hinum eldri af ættinni. Það var sögn manna að í hvert sinn áður en þeim séra Bergi og konu hans hafi orðið sundurorða hafi orðið vart við Móra þar á bænum og var það ætlun manna að hann ylli illdeilum þeirra. Eftir fráfall þeirra hjóna fylgir hann nú dætrum þeirra og verða þær hálf-brjálaðar.
Þó enn vanti mikið á að Móri sé kominn í níunda lið segja Síðumenn að hann sé orðinn svo aftanrýr að hann sé aftan fyrir að sjá sem gufa ein væri og þykir af því mega til beggja vona bera hvort að hann muni endast svo vel sem ætlað var. Engar merkissögur eru af illum aðsóknum undan því fólki, en þó er sagt að Móra hafi stundum orðið vart þar sem einhver hefur komið á eftir af ættinni. Ekki er honum heldur kennt um að hann hafu orðið mönnum að bana nema eg það væri ættingjunum sjálfum, en geðveiki er alsagt, hann olli þeim mörgum"
Þarna vitiði það....
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)