jæja. ég er eiginlega búin að vera horfin af yfirborði jarðar í nokkurn tíma og hef ég ansi góðar ástæður tókst mér þó að koma inn myndunum af humarhátíð en alls ekki að klára ferðasöguna, það kemur þó væntanlega einhverntímann inn
ég er búin að hugsa á hverjum degi að nú skyldi ég blogga þegar ég kæmi heim úr vinnunni en það er bara búið að vera svo gott veður að það að sitja inni í tölvu þegar ég hef þetta 2 tíma frí yfir miðjan daginn í staðinn fyrir að sóla sig og gera eitthvað hollara væri örugglega brot á stjórnarskránni ! svo á kvöldin er það bara koddinn.
Fréttir...
Willi kokkur fór í frí í síðustu viku. Ég og Carina fengum því það skemmtilega starf að leika kokka í 4 daga og stóðum við okkur með prýði. Héldum því fram lengi vel að við þyrftum ekkert að fá hann aftur, við værum svo helvíti góðar, enda gátum við hæglega undurbúið hlaðborð fyrir 120 manns án þess að við blésum úr nös. Við fórum reyndar að draga til baka yfirlýsingarnar um að við þyrftum ekki að fá Willi aftur því að okkur vantaði einhvern í uppvaskið!!
Mamma og pabbi skruppu í ferðalag og keyptu sér í leiðinni nýtt fellihýsi. Með því hrundu þau af stað kaupkeðju sem var þannig að íva og grétar keyptu gamla fellihýsið (en þau áttu fyrir gamla tjaldvagninn okkar) og Inger og Sveinn keyptu tjaldvagninn af þeim. Gamlar minningar eru semsagt lagðar í bílastæðum út um allt þorp núna
Árún er farin til ítalíu ... Búhu´
Ragna er að fara til eyja um versló!!!! jibbííííí!!
Fúsi og Jón ætla með, eða eiga allavegna miða á móti mér og nú er fúsi að reyna að bakka út úr þessu og fara í stað á unglingalandsmót!!! með kærustunni og tengdafjölskyldunni, hver fórnar eyjum fyrir unglingalandsmót, sérstaklega þar sem maður er orðinn of gamall til að keppa!! jesús minn!
Þannig að ég fér ein þó að þeir bakki báðir út úr þessu.
já og BTW, við keyptum auka miða sem er laus. svona ef einhver vill hoppa með. 3400. út á lau og til baka á mán. hver og hver og vill?
Pabbi á ammili í dag
til hamingju gamli
Hildur á Ammili á morgun
ég og Þorbjörg erum að fara með hana í óvissuferð!!! hehe.
(nú hugsar þú örugglega hve vitlaus Ragna er að setja þetta á netið, en Hildur veit að hún er að fara að gera eitthvað )
Um helgina var kíkt á pöbbinn eins og venjan er og fór allt staffið og haldið var smá blesspartý fyrir Francescu sem var að fara aftur til Ítalíu, ég get ekki sagt að égeigi eftir ða sakna hennar, eða þá að einhver muni gera það....
usss, ég ætla ekki að vera vond
en vitiði af hverju ég er búin að blogga????
hehe, Ragna er svo sniðug. Hún fór með tölvuna út í sólbað þannig að nú verð ég bara að setja diskling í tölvuna og cópara þetta sem að ég er að skrifa....
Fattaði það núna um daginn að sumarið er að vera búið! arg, ég er ekki að grínast
um 5 vikur eftir eða svo þangað til að maður ferð að drulla sér aftur í bæinn og fara í skóla. og ég sem er ekki búin að gera shit! Það er samt ekkert skrítið kannski enda er ég alltaf að vinna um helgar þegar aðrir eru í fríi og fæ svo bara dag og dag á virkum dögum sem ég eyði í bull, alein þá oftast því að það eru allir að vinna!
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)