þriðjudagur, 3. febrúar 2004

Svona er farið fyrir manni.....
maður er orðinn svo fátækur á að heimsækja lækni daginn út og daginn inn að maður er farinn að grípa til örþrifaráða þegar gestir koma í heimsókn. Sonja fékk aðgang að tölvunni minni og á meðan réð Stefnir sér barnapíu, semsagt að hann stakk Dalalíf í videótækið og settist niður og sökkti sér í myndina.
Örþrifaráðið mitt var að baka handa þeim köku.. Horfði nebbla með Stefni á Follow that food á skjá 1 þar sem verið var að fjalla um appelsínur og í fátækt minni hafði ég ekki efni á að stökkva niðrí sjoppu og kaupa eitthvað heldur bakaði ég þessa líka dýrindis köku sem féll vel í kramið!! ilvolg (kakan) með ískaldri mjólk úr James böndum með blautu appelsínusúkkulaði hjúp (sem virtist vera að skilja sig á tímabili þangað til að stefnir smakkaði og þá small allt saman!!! :) ) Seinna kíkti Jón Hilmar við og kláraði kökuna. Ég á semsagt enga köku eftir til að gefa ykkur ef þið komið í heimsókn. gefið mér bara 45 mín til að baka nýja. Verðið samt að koma með appelsínu og suðusúkkulaði, rest á ég :)

Ath. endilega komiði því að þráinn missti sig aðeins í mjólkurkaupunum og keypti 4 lítra af mjólk sem rennur út allt of snemma!!!!! :) núna eru búnir 2 svo að aðeins 2 eru eftir..... svo að það er pláss fyrir annan kökuhóp.
hehe
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig