þriðjudagur, 23. september 2003

Hæbb
Ákvað að byrja daginn "snemma" :) Gengur ekki alltaf að sofa til kl 13,00 á hverjum þriðjudegi. Dagurinn er alveg búinn þá.
Nú er komið babb í bátinn í sambandi við norðurferðina Árún þarf að flytja út! um helgina!!!!
Við verðum að redda þessu fyrir helgi svo að við komumst. Verst er að hún hefur engan samastað fyrir dótið. Og er hérna með hægt að nálgast skrifborð, sjónvarp og aðra hluti til láns hjá henni á þessu millibilsástandi :)
Á sunnudaginn í góðum´fíling bjó ég til skyrköku og bauð Stefni, Sonju og Sævari í kökukaffi (kannski frekar svona kökumjólk þar sem að enginn af okkur hefur þroska í að drekka kaffi c",)
Það virtist vera frekar mikill höfuðverkur hjá piltunum að giska hvernig kaka þetta eiginlega var og virtust nú ekkert vera að trúa mér þegar ég loksins sagði þeim að þeir væru að borða skyrköku. Stefnir var samt alveg viss lengi vel að þetta væri Eggjakaka :) Var voða fróður um hvernig kökur líta út sem egg eru í. Ég gat þó huggað han með að það voru egg í þessari köku en hún var alls ekki bökuð.... Hann var samt helvíti vígalegur, búinn að troða sér í þröngan leðurjakka sem Sonja átti en gat eitthvað lítið hreyft hendurnar... Hann var eins og rúllupylsa í þessum jakka en hann þrjóskaðist við og var ennþá í honum þegar þau fóru :)
Núna þarf ég mjög líklega að þeysast til víkur í vikunni.... Eitthvað kvöldið bara. Samt ekki á miðvikudaginn því að ég er að vona að geta planað hópferð í bíó ða Bad boys II og skora ég á alla sem vilja koma með að hafa samband við mig. líka selfyssingar.
Já. Það er víst að fara að koma vetur og ég ætla sko ekki að standa spólandi í "brekkunum" hérna í bænum þegar það kemur hálka. Það er sko alveg BÓKAÐ! ég var nú ekkert lítið svekkt í fyrra þegar ég þurfti, sökum ALVEG sléttra dekkja að kaupa umfelgun á bílinn minn eftir margra tíma bið í Vöku á 5000 kall eða svo. Gat grátið!!! ég sá sko alveg umfelgunarvélina hans pabba í hyllingum heima inná verkstæði sem myndi ekki kosta mig neitt að nota. Er mikið frekar til í að eyða um 1500 kalli í rúnt austur á fimmtudagsnóttina heldur en að lenda í einhverju svona aftur. Ég hringdi því í pabba í gær og skipaði honum að panta fyrir mig harðkornadekk hið snarasta. Hann spurði hvort að ég væri orðin eitthvað biluð. Ég hélt nú aldeilis ekki og hélt yfir honum þessa líka fínu spólsögu. :)
Hann var þá að meina.... "Ragna, þú átt hérna nagladekk síðan í fyrra!" úps. svona fylgist maður vel með. ég sem var nokkuð viss um að ég hefði verið á þessum 5000 króna umfelgunardekkjum í allt sumar (naglalausum samt :)) hehe. boðaði honum því frekar í stað að ég kæmi trúlega í vikunni.
Stefnan verður nú tekin norður (í huganum) og vonandi fer allt vel í sambandi við að flytja hana Árúnu út.....
Ef Tobbi fer norður eins og hann var búinn að segja, fer Jón kannski, og þá sleppur hann Trausti minn við að þeysast eina ferðina enn þangað norður. hehe
en bíðum bara og sjáum. Er alveg að fara að læra inn á þessa pilta. alltaf búast bara við að þeir komi ekki, þá verður maður svo glaður þegar þeir koma :)
hehe
en svona er livet! :) það er stuttbuxur (það segir hann Jón að minnsta kosti )
takk fyrir, takk, takk
sjáumst hress og kát

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig