þriðjudagur, 7. febrúar 2012

Rice Krispies marengskaka


ó þessi kaka
psst. Þið getið annað hvort gert hana svona, hlaðna ávöxtum.. 

eða svona

(þær eru JAFN góðar hvort sem er)



Þetta er ein af kökunum sem ég hef tekið með mér frá Halldórskaffi...
Þetta var lang vinsælasta kakan á kaffihúsinu og ég hef gert SVO MARGAR að ég hef bara örfáum sinnum gert þessa köku eftir að ég hætti að baka kökur á Halldórskaffi.

En eitt er víst.
Þessi kaka er gríðarlega auðveld. Hún er ekki ein af þessum marengskökum sem er full af ferskum ávöxtum, mars-súkkulaðibráð og kókosbollum, sem gerir eina marengsköku að 8000 kr köku áður en þið vitið af. 

jú og eitt annað er víst.
Þessi kaka slær alltaf í gegn og er alveg ótrúlega góð. Þið hljótið að sjá það sjálf á myndunum hve góð hún bara hlýtur að vera :)

Ég fór með eina köku með mér á næturvakt uppá Bráðadeild fyrir sömmu og það má skammlaust segja að allir hafi gengið um með sælusvip næstu 2 klst eða svo . . . Þar til að sykursjokkið kom ! :) 

Uppskrift 
4 eggjahvítur
200 gr. Sykur
½ tesk. Lyftiduft
3 dl rice kripies 

Bakað í 1 klst.  Við  130-150°c

3 1/2 dl létt þeyttur rjómi á milli

 Karamella
1 ½ dl. Rjómi
70 gr. púðursykur
20 gr. Smjör
1,5 dl. Síróp
1/2-1 tsk vanilludropar eða vanillu extract 

Allt nema smjör er soðið saman (hiti aðeins lækkaður undir þegar farið er að sjóða) í um 15-20 mínútur eða þar til karamellan hefur sjáanlega þykknað. Smjörið er sett útí þegar búið er að taka karamelluna af hitanum. 


Aðferð:
-Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til að það er fullþeytt (og rennur ekki til í skálinni þegar henni er hvolft). Rice kripies og lyftidufti blandað saman við með sleif þar til vel blandað.
-Það er hægt að setja eggjahvítuhræruna beint á smjörpappír á plötu en ég hef hingað til kosið að klippa út 2 smjörpappírshringi og leggja í botninn á kökuform, passa svo að það sé ca puttabil á milli kökunnar og kökuformsins. Þannig fær maður kökurnar alveg jafn stórar og fallega kringlóttar (ekki spreyja formið og já, það er nauðsynlegt að pappírinn passi vel í botninn)
-Bakað í um klst í 130-150 °C heitum ofni. Má láta kólna inní ofninum þegar slökkt er á honum og verður þá kakan aðeins þurrari.
-Gott er að gera karamelluna á sama tíma og kakan er bökuð þar sem þá nær karamellan aðeins að kólna áður en henni er hellt yfir. Hægt er að gera karamelluna 1-5 dögum áður og geyma í kæli þar til að hún er notuð (hituð uppí örbylgju áður en hún er sett yfir). Einnig er hægt að gera botnana nokkrum dögum fyrr. 
-Þegar rjóminn er settur á, alls ekki stífþeyta hann. Hann á að vera mjúkur og ekki ofþeyttur, til þess að bleyta upp botnana. 
-karamellunni er dreyft yfir með skeið og svo er kakan borin fram
-Oftast er einhver afgangur eftir af karamellunni en hún er alveg kjörin útá ís og gott að eiga í ísskáp  :) 

enjoy



SHARE:

12 ummæli

  1. Nafnlaus8:19 e.h.

    Guuð hvað þetta er girnilegt !
    Kveðja, Lóa

    SvaraEyða
  2. Ó mæ god ég vildi að ég hefði sleppt því að skoða þetta ...

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:50 e.h.

    Verð að prufa þessa :D

    SvaraEyða
  4. Ásta María5:36 e.h.

    Ohhh svoo góð!!! ;)

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus7:01 e.h.

    mmmmmmmmmmm þú ert alveg að eyðileggja átakið mitt!!!

    kv Íris Björk

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus11:27 e.h.

    sammála síðasta ræðumanni, enn hef oft bakað þessa köku enn með allt öðru kremi hlakka til að prófa þetta krem
    kv lára oddst

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus1:37 e.h.

    Mmmm....girnileg! Ein spurning, má frysta hana tilbúna og bera fram 2 dögum seinna?

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus2:17 e.h.

    Já minnsta mál ! :)

    Ragna

    SvaraEyða
  9. Ertu með ofninn á blæstri?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Já það hefur aldrei skipt neinu máli á mínum ofni

      Eyða
    2. ok ætla að prófa hana, ekkert smá girnó! :)

      Eyða
  10. Þetta lúkkar of vel Ragna

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig